Erlent

ETA leggur niður vopn

Frelsissamtök Baska, ETA, hafa lýst því yfir að þau munu leggja niður vopn sín fyrir fullt og allt, frá og með föstudeginum. Þetta kom fram í basknesku dagblaði í morgun en ekki er búið að staðfesta áreiðanleika yfirlýsingarinnar.

Tíðindin marka þáttaskil í friðarviðræðum spænskra stjórnvalda og baska en þeir síðarnefndu vilja stofna sjálfstætt ríki á Norður-Spáni og í Suðvestur-Frakklandi. Síðan 1968 hafa 850 manns týnt lífi í hryðjuverkum sem ETA hefur staðið fyrir og átökum þeim tengdum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×