Erlent

Enn þungt haldinn

Mótmælendur í París á laugardaginn.
Mótmælendur í París á laugardaginn. MYND/AP

Maður sem slasaðist alvarlega í mótmælaaðgerðum vegna nýrrar vinnulöggjafar í Frakklandi um helgina liggur en meðvitundarlaus á sjúkrahúsi í París. Hann er sagður þungt haldinn.

Maðurinn, sem er rétt tæplega fertugur, slasaðist í átökum mótmælenda og óeirðalögreglu í París á laugardaginn. Maðurinn tilheyrir stóru verkalýðsfélagi sem mótmælir löggjöfinni harðlega en hún er sögð auðvelda vinnuveitendum að reka ungt starfsfólk án skýringa.

Talsmaður félagsins segir lögreglu hafa troðið á manninum og ekki komið honum til hjálpar eftir það. Fimmtíu og tveir slösuðust í átökunum þar af átján mótmælendur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×