Erlent

Kynskiptiaðgerð ekki viðurkennd

Hæstiréttur í Kúvæt hefur staðfest dóm undirréttar þar í landi sem viðurkennir ekki breytt kyn manns sem gekkst undir kynskiptiaðgerð fyrir tæpum sex árum. Maðurinn lét þá breyta sér í konu.

Opinberlega verður því ekki viðurkennt að Ahmed Dousari sé nú kona. Aðgerðin var framkvæmd í Bangkok árið 2000 og breytti Ahmed þá nafni sínu í Amal.

Dómstóll komst að þeirri niðurstöðu árið 2004 að viðurkenna skyldi breytt kyn Amal en þeim dóm var áfrýjað og honum hrundið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×