Fleiri fréttir Föst í brunni daglangt Kona þurfti að dúsa daglangt í tæplega tuttugu metra djúpum brunni í bænum Xintai í Kína í gær eftir að hún féll ofan í hann. Á meðan björgunaraðgerðum stóð var súrefni dælt niður til konunnar. 21.3.2006 07:30 Lofar vist í himnaríki ef fólk les Rukhnama þrisvar Forseti Túrkmenistans, hefur lofað unga fólkinu í landinu að það komist til himna, lesi það bók hans „Rukhnama“ þrisvar sinnum. Þetta sagði forsetinn sem gengur undir nafninu Túrkmenbashi, eða faðir allra Túrkmena, á tónleikum sem haldnir voru í tilefni af árlegri vorhátíð þjóðarinnar 20.3.2006 16:55 Dauðadómur vegna kristni Afganskur maður gæti átt yfir höfði sér dauðadóm í heimalandi sínu verði hann fundinn sekur um að hafa hafnað múhameðstrú með því að snúast til kristni. Siðaskipti sem slík teljast glæpur samkvæmt sharia-lögum. 20.3.2006 15:48 Átök í Gasa-borg Vopnaðir liðsmenn Fatah-samtaka Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna, tóku um tíma yfir orkuver og lögðu undir sig fjölfarinn veg á Gasa-ströndinni í dag. Aðgerðirnar valda enn meiri gludroða á landsvæði Palestínumanna nú þegar Hamas-liðar búa sig undir að taka við völdum í heimastjórn Palestínumanna. 20.3.2006 14:30 Ekki frjálsar kosningar Framkvæmd forsetakosninganna í Hvíta-Rússlandi í gær fullnægir ekki viðurkenndar kröfur alþjóðasamfélagsins og voru kosningarnar ekki frjálsar og óvilhallar. Þetta er niðurstaða kosningaeftirlistmanna Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu. 20.3.2006 13:57 Refsiaðgerðir mögulegar gegn Hvíta-Rússlandi Evrópusambandið segir afar líklegt að gripið verði til einhverra refsiaðgerða gegn Hvíta-Rússlandi í ljósi úrslita forsetakosninga þar í landi í gær. Alexander Lúkasjenko, sitjandi forseti, var endurkjörinn með yfirburðum. Andstæðingar forsetans segja brögð hafa verið í tafli og vilja að boðað verði til nýrra kosninga. 20.3.2006 13:15 Íraksstríðið ástæða brotthvarfs varnarliðsins Bandarískur sérfræðingur um alþjóðasamskipti segir að stríðið í Írak sé ástæða þess að Bandaríkjastjórn leggi svo mikla áherslu á að kalla sveitir og búnað heim frá Íslandi. 20.3.2006 13:00 Aðgerðum í Samarra framhaldið Umfangsmiklar aðgerðir bandarískra og írakskra hersveita nálægt borginni Samarra í Írak halda áfram en þær hófust í síðustu viku. Leiðtogar súnnímúslíma í landinu eru afar reiðir vegna þessa og segja aðgerðirnar varla geta komið á verri tíma þegar verið er að reyna að mynda starfhæfa ríkisstjórn í landinu. 20.3.2006 12:45 Ásókn innflytjenda til Kanaríeyja Starfsmenn mannréttindasamtaka á Kanaríeyjum á Spáni takast nú á við fordæmislausa ásókn afrískra innflytjenda til eyjanna. Mörg þúsund blásnauðir íbúar Máritaníu hafa sótt þangað á síðustu vikum. 20.3.2006 11:15 Flutningaleið opnuð á ný Yfirvöld í Ísrael hafa ákveðið að opna fyrir flutning hjálpargagna frá Ísrael til svæða Palestínumanna á Gasa-ströndinni eftir að fregnir bárust að yfirvofandi hættuástandi þar. 20.3.2006 11:00 Búddah endurholdgaður? Fylgismenn unglings sem sagður er Búddha endurholdgaður hafa sent frá sér myndband sem sagt er sýna þegar hann birtist lærisveinum sínum í skóglendi Nepal í gær. 20.3.2006 10:30 Geimhylki flutt til Bandarískri og rússneskir áhöfn alþjóðlegu geimstöðvarinnar tókst í morgun að flytja geimhylki milli hafna á stöðinni. Með því er verið að rýma fyrir hylki sem flytur næsta hóp geimfara í stöðina í næstu viku. 20.3.2006 10:15 Eitrað áfengi Tíu þorpsbúar á Suður-Indlandi létu lífið og sextán eru þungt haldnir eftir að hafa skálað fyrir látnu félaga sínu í heimalögðu áfengi sem var eitarð. Maðurinn sem var verið að kveðja hafði látist eftir að hafa drukkið heimalagað áfengi sem hann smyglaði frá nálægu héraði. 20.3.2006 10:00 Íraksstríði mótmælt Þrjú ár voru í gær liðin frá því herlið undir forystu Bandaríkjamanna réðst inn í Írak. Mótmæli mörkuðu það afmæli víða um heim en andstæðingar stríðsins söfnuðust saman til að mótmæla stríðinu og krefjast þess að látið verði af hernaðaraðgerðum í Írak tafarlaust. 20.3.2006 08:45 Lúkasjenko sigraði með yfirburðum Alexander Lúkasjenko, forseti Hvíta-Rússlands, var endurkjörinn í embætti með yfirburðum í kosningum sem fram fóru í landinu í gær. Andstæðingar forsetans segja brögð hafa verið í tafli og vilja að boðað verði til nýrra kosningar. 20.3.2006 08:26 Fuglaflensutilfelli staðfest í Ísrael Staðfest hefur verið að fuglarnir sem drápust á þremur fuglabúum í suðurhluta Ísraels fyrir helgi voru sýktir af hinum mannskæða H5NI-stofni fuglaflensunnar. Þúsundum kjúklinga og kalkúna var slátrað eftir að fuglarnir drápust því strax lék grunur á að um fuglaflensu væri að ræða. 20.3.2006 07:53 Sjö létust í sprengjuárás Sjö létust og fjórir særðust þegar þrjár sprengjur sprungu í norðvesturhluta Pakistan í gær. Tveimur af sprengjunum var komið fyrir nálægt lögreglustöð en talið er að herskáir íslamar hafi staðið fyrir árásinni en enginn hefur þó lýst yfir ábyrgð á árásinni. Þrír lögreglumenn létust í árásinni en lögreglustöðin er mikið skemmd eftir sprenginguna. 20.3.2006 07:35 Fellibylurinn Larry veldur usla í Ástralíu Að minnsta kosti þrír slösuðust þegar fellibylurinn Larry gekk yfir norðausturhluta Ástralíu í nótt. Bærinn Innisfail í Queensland-héraði varð verst úti í fellibylnum og er óttast að mun fleiri hafi slasast þar en vitað er um á þessari stundu, þó flestir bæjarbúar hafi náð að yfirgefa heimili sín áður en ósköpin dundu yfir. 20.3.2006 07:28 Læsti sig inni með barnabarninu Mikill viðbúnaður var í Brussel höfuðborg Belgíu í nótt eftir að maður á sextugsaldri læsti sig inni á hótelherbergi á sautjándu hæð með átta ára gömlu barnabarni sínu. 19.3.2006 13:30 Lúkatsjenkó talinn öruggur um sigur Forsetakosningar fara fram í Hvíta-Rússlandi í dag. Kjörstaðir voru opnaðir snemma í morgun og voru þá þegar teknar að myndast raðir fyrir utan þá. Ekki eru nokkrar líkur taldar á öðru en að Alexander Lúkatsjenkó, sitjandi forseti, fari með sigur af hólmi enda gera sér fáir grillur um að kosningarnar fari fram á sanngjarnan hátt. 19.3.2006 11:17 Borgarastríð geisar í Írak Iyad Allawi, fyrrverandi forsætisráðherra Íraks, sagði í viðtali við BBC í morgun að borgarastyrjöld geisi í landinu og verði fljótlega ekki gripið í taumana muni þjóðarbrotin í landinu festast í vítahring ofbeldis sem í kjölfarið út öll Mið-Austurlönd. 19.3.2006 11:00 Á annað hundrað handtekin Parísarlögreglan handtók vel á annað hundrað manns eftir að friðsamlegar mótmælaaðgerðir gærdagsins snerust upp í uppþot og ólæti í gærkvöld. 19.3.2006 10:47 Lögreglumaður skotinn til bana í Berlín Lögreglumaður féll eftir að hafa verið skotinn til bana í Berlín, höfuðborg Þýskalands í gærkvöld. Lögreglumaðurinn, sem var 42ja ára gamall, var óeinkennisklæddur þegar hann var að athuga með mann sem hann hafði grunsemdir um að stundaði fíkniefnasölu í almenningsgarði í borginni. Lögreglan í Berlín leggur nú allt kapp á að hafa upp á hinum seka sem flúði af vettvangi eftir árásina. 18.3.2006 17:38 Hussein vill deyja í Írak Saddam Hussein, fyrrverandi forseti Íraks vill ekki að réttarhöldin yfir honum verði flutt frá Írak eins og verjendur hans hafa lagt þetta til við hann. Samkvæmt lögmönnum hans sagði Saddam að hann væri fæddur í Írak og þar vildi hann deyja. Saddam og sjö fyrrum samverkamanna hans eru sakaðir um að hafa staðið á bak við morð á 148 sjíum í bænum Dujail árið 1982 eftir að Saddam hafði verið sýnt banatilræði þar. Verði þeir fundnir sekir geta þeir átt von á því að verða teknir af lífi. 18.3.2006 17:35 Hamas-stjórnin að líta dagsins ljós Hamas-samtökin hafa lokið við að skipa í ráðherraembætti í nýrri heimastjórn Palestínumanna. 18.3.2006 15:24 Hvetur til mótmæla Alexander Milinkevítsj, helsti frambjóðandi stjórnarandstöðunnar í forsetakosningum í Hvíta-Rússlandi sem fram fara á morgun, hvatti í dag til mótmælaaðgerða þrátt fyrir að stjórnvöld hafi hótað að bæla niður slíkar aðgerðir með ofbeldi. Stjórnmálaskýrendur segja líklegt að Alexander Lukashenkó, forseti landsins, vinni sigur í kosningunum. 18.3.2006 15:18 Kalla eftir samstöðu ríkja Bandaríkin, Ástralía og Japan hvetja Írana að hætta auðgun úrans og Norður-Kóreumenn til þess að halda áfram með kjarnorkuviðræður. Þetta kom fram í sameiginlegri yfirlýsingu þjóðanna eftir fund þeirra í Ástralíu í dag. Þá kölluðu ríki þrjú eftir breiðari samstöðu með öðrum valdamiklum ríkjum gegn úranframleiðslu Írana. 18.3.2006 14:35 Viðræður boðaðar við íslensk stjórnvöld. Scott McClellan, talsmaður Hvíta hússins, kvaðst á fréttamannafundi í gær búast við að viðræður myndu senn hefjast á milli íslenskra og bandarískra stjórnvalda um framtíðarfyrirkomulag varna landsins. 18.3.2006 12:00 Sjö létust í Úrúgvæ Skemmtidagskrá í smábænum Young í Úrúgvæ snerist upp í skelfingu í gær þegar lest sem bæjarbúar drógu komst á svo mikinn skrið að sjö þeirra lentu undir henni og dóu þegar í stað. Lestardrátturinn var liður í fjáröflun til góðgerðarstarfsemi og átti að sýna dagskrána í sjónvarpi. Til viðbótar vi þá sjö sem létust slasaðist fjöldi bæjarbúa í öngþveitinu sem myndaðist í kjölfarið. Þeir sem skipulögðu uppákomuna hafa sent þeim sem eiga um sárt að binda samúðaróskir en ekki er vitað hvort þeim verði boðnar miskabætur. 18.3.2006 11:39 Ísraelsher skaut átta ára stúlku Ísraelski herinn skaut átta ára palestínska stúlku til bana á Vesturbakkanum gær, að því er palestínsk yfirvöld greindu frá. Ísraelski herinn hefur staðfest að þar standi yfir aðgerðir er miði að handtöku meintra palestínskra vígamanna. Átök brutust út á milli Palestínumanna og ísraelska hersins í kjölfarið en ekki er vitað til þess að nokkur hafi fallið eða særst í átökunum. 18.3.2006 10:06 Reykingabann í Kaliforníu Allsherjar reykingabann á opinberum stöðum tók gildi í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum í gær. Eiga nú reykingamenn, sem neita að drepa í sígarettu á almannafæri á hættu á að verða sektaðir um 500 dollara eða sem nemur um 35 þúsund krónum. 18.3.2006 10:03 Vilja að Shinawatra segir af sér Tugþúsundir Taílendinga söfnuðust saman í Bangkok, höfuðborg landsins í gær og kröfðust afsagnar forsætisráðherra landsins, Thaksin Shinawatra. Mótmælin hafa staðið yfir dögum saman en ráðherrann er sakaður um valdníðslu og spillingu. Dropinn sem fyllti mælinn var þegar hann seldi Shin símafyrirtækið til Singapore. Fyrirtækið var að mestu leyti í eigu fjölskyldu forsætisráðherrans en landsmenn hafa þó alltaf litið á það sem þjóðareign sem ekki megi selja úr landi. 18.3.2006 10:01 Jarðarför Milosevic í dag Talið er að þúsundir manna muni mæta til jarðarfarar Slobodans Milosevic, fyrrverandi forseta Jógóslavíu, sem hefst klukkan 11 í dag að íslenskum tíma. Sérstakar rútuferðir verða farnar að kirkjugarðinum en Milosevic verður jarðaður í heimabæ sínum Pozarevac, um fimmtíu kílómetra suðaustur af Belgrad, höfuðborg landsins. Engir nánustu ættingjar Milosevic verða þó viðstaddir. Milosevic lést í fangaklefa sínum í Haag í Hollandi þar sem réttað var yfir honum vegna stríðsglæpa sem hann var ákærður fyrir. 18.3.2006 09:59 Fleiri fuglaflensutilfelli greinast í Danmörku Fuglaflensuveira af H5-stofni hefur greinst í níu öndum sem fundust dauðar á eynni Ærö í Danmörku. Ekki er hefur verið staðfest hvort um H5N1 gerð veirunnar er að ræða, en hún er hættuleg mönnum. Þetta er í annað skipti sem fuglaflensuveira greinist í dauðum fugli í Danmörku, en í fyrra skiptið gerðist það sunnan við Kaupmannahöfn. Danmörk er tuttugasta og fyrsta. Evrópulandið þar sem veiran greinist. 18.3.2006 09:56 Frakkar fokreiðir Frakkland logar enn eina ferðina í uppþotum. Tvö hundruð og fimmtíu þúsund manns mótmæltu svokölluðu CPE-frumvarpi víða um landið í gær og hafa enn frekari aðgerðir verið boðaðar á morgun. 17.3.2006 21:38 300 Rúmenar handteknir á Spáni Spænska lögreglan hefur handtekið tæplega 300 Rúmena í tengslum við röð innbrota, eiturlyfjasölu og vændi. Innanríkisráðherra landsins greindi frá þessu í dag. 17.3.2006 17:30 Fjölskyldan ekki viðstödd jarðarförina Fjölskylda Slobodans Milosevic, fyrrverandi forseta Júgóslavíu, verður ekki viðstödd jarðarför hans í Serbíu á morgun. Fjölmargir hafa vottað honum virðingu sína í dag en kista Milosevic liggur í Byltingarsafninu í Belgrad. 17.3.2006 16:00 Ekki þvo ykkur með kvikasilfri Connie Hedegaard, umhverfisráðherra Danmerkur, vill koma af stað norrænu fræðsluátaki í Afríku um skaðsemi kvikasilfurs til að koma í veg fyrir að konur í Afríku þvoi húð sína með kvikasilfurssápu til að lýsa húðina. 17.3.2006 15:34 Farið fram á að Taylor verði framseldur Stjórnvöld í Líberíu hafa formlega farið þess á leit við Nígeríumenn að þeir framselji þeim Charles Taylor, fyrrverandi forseta Líberíu. Þar með yrði hægt að rétta yfir honum fyrir aðild að stríiðsglæpum í Sierra Leone. 17.3.2006 14:00 Skotbardagi fyrir utan Hæstarétt Spánar Svo virðist sem til skotbardaga hafi komið fyrir utan Hæstarétt Spánar í Madríd í dag. Ekki er vitað til þess að nokkur hafi látið lífið en einn maður mun hafa verið handtekinn vegna málsins. 17.3.2006 13:45 Ekki eitrað fyrir Milosevic Ekkert bendir til þess að eitrað hafi verið fyrir Slobodan Milosevic, fyrrverandi forseta Júgóslavíu, sem lést í haldi stríðsglæpadómstólsins í Haag í Hollandi um síðustu helgi. Þetta kemur fram í bráðabirgðaniðurstöðu blóðrannsóknar sem birtar voru í dag. 17.3.2006 13:30 Umfangsmestu aðgerðir frá innrás Stærstu hernaðaraðgerðir Bandaríkjamanna í Írak, síðan herinn réðst inn í landið árið 2003, hófust í gær. Yfir 50 flugvélar og um 1500 bandarískir hermenn taka þátt í aðgerðunum. Talið er að hermennirnir séu búnir að handtaka um 40 manns. 17.3.2006 13:15 300 handteknir í óeirðum Til óeirða kom í grennd við Sorbonne-háskólann í miðborg Parísar í gærkvöld. Um þrjú hundruð manns voru handteknir þegar námsmenn mótmæltu nýjum atvinnulögum ríkisstjórnarinnar. 17.3.2006 12:52 Óttast um að maður hafi sýkst af fuglaflensu Óttast er að maður hafi sýkst af fuglaflensu í Ísrael en í morgun var staðfest að hið hættulega H5N1 afbrigði flensunnar hefði greinst þar í landi. 17.3.2006 11:00 Fatah ekki með Fatah-samtök Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna, hafa ákveðið að taka ekki þátt í myndun ríkisstjórnar með Hamas-liðum, sem unnu meirihluta á þingi heimastjórnar Palestínumanna í kosningum í janúar. Þetta er haft eftir ónafngreindum heimildarmanni innan Fatah. 17.3.2006 10:15 Sjá næstu 50 fréttir
Föst í brunni daglangt Kona þurfti að dúsa daglangt í tæplega tuttugu metra djúpum brunni í bænum Xintai í Kína í gær eftir að hún féll ofan í hann. Á meðan björgunaraðgerðum stóð var súrefni dælt niður til konunnar. 21.3.2006 07:30
Lofar vist í himnaríki ef fólk les Rukhnama þrisvar Forseti Túrkmenistans, hefur lofað unga fólkinu í landinu að það komist til himna, lesi það bók hans „Rukhnama“ þrisvar sinnum. Þetta sagði forsetinn sem gengur undir nafninu Túrkmenbashi, eða faðir allra Túrkmena, á tónleikum sem haldnir voru í tilefni af árlegri vorhátíð þjóðarinnar 20.3.2006 16:55
Dauðadómur vegna kristni Afganskur maður gæti átt yfir höfði sér dauðadóm í heimalandi sínu verði hann fundinn sekur um að hafa hafnað múhameðstrú með því að snúast til kristni. Siðaskipti sem slík teljast glæpur samkvæmt sharia-lögum. 20.3.2006 15:48
Átök í Gasa-borg Vopnaðir liðsmenn Fatah-samtaka Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna, tóku um tíma yfir orkuver og lögðu undir sig fjölfarinn veg á Gasa-ströndinni í dag. Aðgerðirnar valda enn meiri gludroða á landsvæði Palestínumanna nú þegar Hamas-liðar búa sig undir að taka við völdum í heimastjórn Palestínumanna. 20.3.2006 14:30
Ekki frjálsar kosningar Framkvæmd forsetakosninganna í Hvíta-Rússlandi í gær fullnægir ekki viðurkenndar kröfur alþjóðasamfélagsins og voru kosningarnar ekki frjálsar og óvilhallar. Þetta er niðurstaða kosningaeftirlistmanna Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu. 20.3.2006 13:57
Refsiaðgerðir mögulegar gegn Hvíta-Rússlandi Evrópusambandið segir afar líklegt að gripið verði til einhverra refsiaðgerða gegn Hvíta-Rússlandi í ljósi úrslita forsetakosninga þar í landi í gær. Alexander Lúkasjenko, sitjandi forseti, var endurkjörinn með yfirburðum. Andstæðingar forsetans segja brögð hafa verið í tafli og vilja að boðað verði til nýrra kosninga. 20.3.2006 13:15
Íraksstríðið ástæða brotthvarfs varnarliðsins Bandarískur sérfræðingur um alþjóðasamskipti segir að stríðið í Írak sé ástæða þess að Bandaríkjastjórn leggi svo mikla áherslu á að kalla sveitir og búnað heim frá Íslandi. 20.3.2006 13:00
Aðgerðum í Samarra framhaldið Umfangsmiklar aðgerðir bandarískra og írakskra hersveita nálægt borginni Samarra í Írak halda áfram en þær hófust í síðustu viku. Leiðtogar súnnímúslíma í landinu eru afar reiðir vegna þessa og segja aðgerðirnar varla geta komið á verri tíma þegar verið er að reyna að mynda starfhæfa ríkisstjórn í landinu. 20.3.2006 12:45
Ásókn innflytjenda til Kanaríeyja Starfsmenn mannréttindasamtaka á Kanaríeyjum á Spáni takast nú á við fordæmislausa ásókn afrískra innflytjenda til eyjanna. Mörg þúsund blásnauðir íbúar Máritaníu hafa sótt þangað á síðustu vikum. 20.3.2006 11:15
Flutningaleið opnuð á ný Yfirvöld í Ísrael hafa ákveðið að opna fyrir flutning hjálpargagna frá Ísrael til svæða Palestínumanna á Gasa-ströndinni eftir að fregnir bárust að yfirvofandi hættuástandi þar. 20.3.2006 11:00
Búddah endurholdgaður? Fylgismenn unglings sem sagður er Búddha endurholdgaður hafa sent frá sér myndband sem sagt er sýna þegar hann birtist lærisveinum sínum í skóglendi Nepal í gær. 20.3.2006 10:30
Geimhylki flutt til Bandarískri og rússneskir áhöfn alþjóðlegu geimstöðvarinnar tókst í morgun að flytja geimhylki milli hafna á stöðinni. Með því er verið að rýma fyrir hylki sem flytur næsta hóp geimfara í stöðina í næstu viku. 20.3.2006 10:15
Eitrað áfengi Tíu þorpsbúar á Suður-Indlandi létu lífið og sextán eru þungt haldnir eftir að hafa skálað fyrir látnu félaga sínu í heimalögðu áfengi sem var eitarð. Maðurinn sem var verið að kveðja hafði látist eftir að hafa drukkið heimalagað áfengi sem hann smyglaði frá nálægu héraði. 20.3.2006 10:00
Íraksstríði mótmælt Þrjú ár voru í gær liðin frá því herlið undir forystu Bandaríkjamanna réðst inn í Írak. Mótmæli mörkuðu það afmæli víða um heim en andstæðingar stríðsins söfnuðust saman til að mótmæla stríðinu og krefjast þess að látið verði af hernaðaraðgerðum í Írak tafarlaust. 20.3.2006 08:45
Lúkasjenko sigraði með yfirburðum Alexander Lúkasjenko, forseti Hvíta-Rússlands, var endurkjörinn í embætti með yfirburðum í kosningum sem fram fóru í landinu í gær. Andstæðingar forsetans segja brögð hafa verið í tafli og vilja að boðað verði til nýrra kosningar. 20.3.2006 08:26
Fuglaflensutilfelli staðfest í Ísrael Staðfest hefur verið að fuglarnir sem drápust á þremur fuglabúum í suðurhluta Ísraels fyrir helgi voru sýktir af hinum mannskæða H5NI-stofni fuglaflensunnar. Þúsundum kjúklinga og kalkúna var slátrað eftir að fuglarnir drápust því strax lék grunur á að um fuglaflensu væri að ræða. 20.3.2006 07:53
Sjö létust í sprengjuárás Sjö létust og fjórir særðust þegar þrjár sprengjur sprungu í norðvesturhluta Pakistan í gær. Tveimur af sprengjunum var komið fyrir nálægt lögreglustöð en talið er að herskáir íslamar hafi staðið fyrir árásinni en enginn hefur þó lýst yfir ábyrgð á árásinni. Þrír lögreglumenn létust í árásinni en lögreglustöðin er mikið skemmd eftir sprenginguna. 20.3.2006 07:35
Fellibylurinn Larry veldur usla í Ástralíu Að minnsta kosti þrír slösuðust þegar fellibylurinn Larry gekk yfir norðausturhluta Ástralíu í nótt. Bærinn Innisfail í Queensland-héraði varð verst úti í fellibylnum og er óttast að mun fleiri hafi slasast þar en vitað er um á þessari stundu, þó flestir bæjarbúar hafi náð að yfirgefa heimili sín áður en ósköpin dundu yfir. 20.3.2006 07:28
Læsti sig inni með barnabarninu Mikill viðbúnaður var í Brussel höfuðborg Belgíu í nótt eftir að maður á sextugsaldri læsti sig inni á hótelherbergi á sautjándu hæð með átta ára gömlu barnabarni sínu. 19.3.2006 13:30
Lúkatsjenkó talinn öruggur um sigur Forsetakosningar fara fram í Hvíta-Rússlandi í dag. Kjörstaðir voru opnaðir snemma í morgun og voru þá þegar teknar að myndast raðir fyrir utan þá. Ekki eru nokkrar líkur taldar á öðru en að Alexander Lúkatsjenkó, sitjandi forseti, fari með sigur af hólmi enda gera sér fáir grillur um að kosningarnar fari fram á sanngjarnan hátt. 19.3.2006 11:17
Borgarastríð geisar í Írak Iyad Allawi, fyrrverandi forsætisráðherra Íraks, sagði í viðtali við BBC í morgun að borgarastyrjöld geisi í landinu og verði fljótlega ekki gripið í taumana muni þjóðarbrotin í landinu festast í vítahring ofbeldis sem í kjölfarið út öll Mið-Austurlönd. 19.3.2006 11:00
Á annað hundrað handtekin Parísarlögreglan handtók vel á annað hundrað manns eftir að friðsamlegar mótmælaaðgerðir gærdagsins snerust upp í uppþot og ólæti í gærkvöld. 19.3.2006 10:47
Lögreglumaður skotinn til bana í Berlín Lögreglumaður féll eftir að hafa verið skotinn til bana í Berlín, höfuðborg Þýskalands í gærkvöld. Lögreglumaðurinn, sem var 42ja ára gamall, var óeinkennisklæddur þegar hann var að athuga með mann sem hann hafði grunsemdir um að stundaði fíkniefnasölu í almenningsgarði í borginni. Lögreglan í Berlín leggur nú allt kapp á að hafa upp á hinum seka sem flúði af vettvangi eftir árásina. 18.3.2006 17:38
Hussein vill deyja í Írak Saddam Hussein, fyrrverandi forseti Íraks vill ekki að réttarhöldin yfir honum verði flutt frá Írak eins og verjendur hans hafa lagt þetta til við hann. Samkvæmt lögmönnum hans sagði Saddam að hann væri fæddur í Írak og þar vildi hann deyja. Saddam og sjö fyrrum samverkamanna hans eru sakaðir um að hafa staðið á bak við morð á 148 sjíum í bænum Dujail árið 1982 eftir að Saddam hafði verið sýnt banatilræði þar. Verði þeir fundnir sekir geta þeir átt von á því að verða teknir af lífi. 18.3.2006 17:35
Hamas-stjórnin að líta dagsins ljós Hamas-samtökin hafa lokið við að skipa í ráðherraembætti í nýrri heimastjórn Palestínumanna. 18.3.2006 15:24
Hvetur til mótmæla Alexander Milinkevítsj, helsti frambjóðandi stjórnarandstöðunnar í forsetakosningum í Hvíta-Rússlandi sem fram fara á morgun, hvatti í dag til mótmælaaðgerða þrátt fyrir að stjórnvöld hafi hótað að bæla niður slíkar aðgerðir með ofbeldi. Stjórnmálaskýrendur segja líklegt að Alexander Lukashenkó, forseti landsins, vinni sigur í kosningunum. 18.3.2006 15:18
Kalla eftir samstöðu ríkja Bandaríkin, Ástralía og Japan hvetja Írana að hætta auðgun úrans og Norður-Kóreumenn til þess að halda áfram með kjarnorkuviðræður. Þetta kom fram í sameiginlegri yfirlýsingu þjóðanna eftir fund þeirra í Ástralíu í dag. Þá kölluðu ríki þrjú eftir breiðari samstöðu með öðrum valdamiklum ríkjum gegn úranframleiðslu Írana. 18.3.2006 14:35
Viðræður boðaðar við íslensk stjórnvöld. Scott McClellan, talsmaður Hvíta hússins, kvaðst á fréttamannafundi í gær búast við að viðræður myndu senn hefjast á milli íslenskra og bandarískra stjórnvalda um framtíðarfyrirkomulag varna landsins. 18.3.2006 12:00
Sjö létust í Úrúgvæ Skemmtidagskrá í smábænum Young í Úrúgvæ snerist upp í skelfingu í gær þegar lest sem bæjarbúar drógu komst á svo mikinn skrið að sjö þeirra lentu undir henni og dóu þegar í stað. Lestardrátturinn var liður í fjáröflun til góðgerðarstarfsemi og átti að sýna dagskrána í sjónvarpi. Til viðbótar vi þá sjö sem létust slasaðist fjöldi bæjarbúa í öngþveitinu sem myndaðist í kjölfarið. Þeir sem skipulögðu uppákomuna hafa sent þeim sem eiga um sárt að binda samúðaróskir en ekki er vitað hvort þeim verði boðnar miskabætur. 18.3.2006 11:39
Ísraelsher skaut átta ára stúlku Ísraelski herinn skaut átta ára palestínska stúlku til bana á Vesturbakkanum gær, að því er palestínsk yfirvöld greindu frá. Ísraelski herinn hefur staðfest að þar standi yfir aðgerðir er miði að handtöku meintra palestínskra vígamanna. Átök brutust út á milli Palestínumanna og ísraelska hersins í kjölfarið en ekki er vitað til þess að nokkur hafi fallið eða særst í átökunum. 18.3.2006 10:06
Reykingabann í Kaliforníu Allsherjar reykingabann á opinberum stöðum tók gildi í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum í gær. Eiga nú reykingamenn, sem neita að drepa í sígarettu á almannafæri á hættu á að verða sektaðir um 500 dollara eða sem nemur um 35 þúsund krónum. 18.3.2006 10:03
Vilja að Shinawatra segir af sér Tugþúsundir Taílendinga söfnuðust saman í Bangkok, höfuðborg landsins í gær og kröfðust afsagnar forsætisráðherra landsins, Thaksin Shinawatra. Mótmælin hafa staðið yfir dögum saman en ráðherrann er sakaður um valdníðslu og spillingu. Dropinn sem fyllti mælinn var þegar hann seldi Shin símafyrirtækið til Singapore. Fyrirtækið var að mestu leyti í eigu fjölskyldu forsætisráðherrans en landsmenn hafa þó alltaf litið á það sem þjóðareign sem ekki megi selja úr landi. 18.3.2006 10:01
Jarðarför Milosevic í dag Talið er að þúsundir manna muni mæta til jarðarfarar Slobodans Milosevic, fyrrverandi forseta Jógóslavíu, sem hefst klukkan 11 í dag að íslenskum tíma. Sérstakar rútuferðir verða farnar að kirkjugarðinum en Milosevic verður jarðaður í heimabæ sínum Pozarevac, um fimmtíu kílómetra suðaustur af Belgrad, höfuðborg landsins. Engir nánustu ættingjar Milosevic verða þó viðstaddir. Milosevic lést í fangaklefa sínum í Haag í Hollandi þar sem réttað var yfir honum vegna stríðsglæpa sem hann var ákærður fyrir. 18.3.2006 09:59
Fleiri fuglaflensutilfelli greinast í Danmörku Fuglaflensuveira af H5-stofni hefur greinst í níu öndum sem fundust dauðar á eynni Ærö í Danmörku. Ekki er hefur verið staðfest hvort um H5N1 gerð veirunnar er að ræða, en hún er hættuleg mönnum. Þetta er í annað skipti sem fuglaflensuveira greinist í dauðum fugli í Danmörku, en í fyrra skiptið gerðist það sunnan við Kaupmannahöfn. Danmörk er tuttugasta og fyrsta. Evrópulandið þar sem veiran greinist. 18.3.2006 09:56
Frakkar fokreiðir Frakkland logar enn eina ferðina í uppþotum. Tvö hundruð og fimmtíu þúsund manns mótmæltu svokölluðu CPE-frumvarpi víða um landið í gær og hafa enn frekari aðgerðir verið boðaðar á morgun. 17.3.2006 21:38
300 Rúmenar handteknir á Spáni Spænska lögreglan hefur handtekið tæplega 300 Rúmena í tengslum við röð innbrota, eiturlyfjasölu og vændi. Innanríkisráðherra landsins greindi frá þessu í dag. 17.3.2006 17:30
Fjölskyldan ekki viðstödd jarðarförina Fjölskylda Slobodans Milosevic, fyrrverandi forseta Júgóslavíu, verður ekki viðstödd jarðarför hans í Serbíu á morgun. Fjölmargir hafa vottað honum virðingu sína í dag en kista Milosevic liggur í Byltingarsafninu í Belgrad. 17.3.2006 16:00
Ekki þvo ykkur með kvikasilfri Connie Hedegaard, umhverfisráðherra Danmerkur, vill koma af stað norrænu fræðsluátaki í Afríku um skaðsemi kvikasilfurs til að koma í veg fyrir að konur í Afríku þvoi húð sína með kvikasilfurssápu til að lýsa húðina. 17.3.2006 15:34
Farið fram á að Taylor verði framseldur Stjórnvöld í Líberíu hafa formlega farið þess á leit við Nígeríumenn að þeir framselji þeim Charles Taylor, fyrrverandi forseta Líberíu. Þar með yrði hægt að rétta yfir honum fyrir aðild að stríiðsglæpum í Sierra Leone. 17.3.2006 14:00
Skotbardagi fyrir utan Hæstarétt Spánar Svo virðist sem til skotbardaga hafi komið fyrir utan Hæstarétt Spánar í Madríd í dag. Ekki er vitað til þess að nokkur hafi látið lífið en einn maður mun hafa verið handtekinn vegna málsins. 17.3.2006 13:45
Ekki eitrað fyrir Milosevic Ekkert bendir til þess að eitrað hafi verið fyrir Slobodan Milosevic, fyrrverandi forseta Júgóslavíu, sem lést í haldi stríðsglæpadómstólsins í Haag í Hollandi um síðustu helgi. Þetta kemur fram í bráðabirgðaniðurstöðu blóðrannsóknar sem birtar voru í dag. 17.3.2006 13:30
Umfangsmestu aðgerðir frá innrás Stærstu hernaðaraðgerðir Bandaríkjamanna í Írak, síðan herinn réðst inn í landið árið 2003, hófust í gær. Yfir 50 flugvélar og um 1500 bandarískir hermenn taka þátt í aðgerðunum. Talið er að hermennirnir séu búnir að handtaka um 40 manns. 17.3.2006 13:15
300 handteknir í óeirðum Til óeirða kom í grennd við Sorbonne-háskólann í miðborg Parísar í gærkvöld. Um þrjú hundruð manns voru handteknir þegar námsmenn mótmæltu nýjum atvinnulögum ríkisstjórnarinnar. 17.3.2006 12:52
Óttast um að maður hafi sýkst af fuglaflensu Óttast er að maður hafi sýkst af fuglaflensu í Ísrael en í morgun var staðfest að hið hættulega H5N1 afbrigði flensunnar hefði greinst þar í landi. 17.3.2006 11:00
Fatah ekki með Fatah-samtök Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna, hafa ákveðið að taka ekki þátt í myndun ríkisstjórnar með Hamas-liðum, sem unnu meirihluta á þingi heimastjórnar Palestínumanna í kosningum í janúar. Þetta er haft eftir ónafngreindum heimildarmanni innan Fatah. 17.3.2006 10:15