Erlent

Stúdentar í Belgíu mótmæla

Mörg hundruð stúdentar þrömmuðu um götur Brussel-borgar í Belgíu í gær til að mótmæla lagafrumvarpi þar í landi sem gengur út á að fækka erlendum stúdentum í belgískum háskólum.

Menntamálaráðherra landsins lagði frumvarpið fram á belgíska þinginu á dögunum en hann segir að ef það nái fram að ganga geti ríkið sparað fimmtán milljónir evra, eða einn komma þrjá milljarða íslenskra króna, á ári sem ætlunin sé veita aftur inn í menntakerfið til að betrumbæta það. Stúdentarnir sem tóku þátt í mótmælagöngunni komu frá skólum í nokkrum borgum, víðs vegar um Belgíu, til að sýna samstöðu í andstöðu sinni við frumvarpið, og létu þeir mikinn kulda sem var í Brussel í gær ekkert á sig fá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×