Erlent

Misheppnað bankarán í Þýskalandi

Bankarán fór út um þúfur í Þýskalandi með eftirminnilegum hætti í morgun. Lögregla beið ræningjanna eftir að hafa fengið nafnlausa ábendingu og þeir hrökkluðust því á flótta án þess að festa hönd á nokkrum ránsfeng.

Það var í bænum Bleialf í Eifel-héraði sem fimm grímuklæddir menn vopnaði byssum ruddust inn í banka í morgunsárið. Lögreglu hafði stuttu áður borist nafnlaus ábending um fyrirætlanir mannana og beið þeirra því þar. Mennirnir lögðu því flótta án þess að ljúka ætlunarverki sínu og gripu kyrrstæðan bíl rétt hjá bankanum til að koma sér undan.

Lögregla skaut á bílinn til að stöðva mennina en tókst aðeins að laska dekk bílsins. Ein byssukúlan skaut viðskiptavinum og starfsfólki í nærliggjandi verslun skelt í bringu þar sem hún skaust þangað inn. Engan sakaði.

Mennirnir náðu að koma sér yfir landamærin til Belgíu en bílinn bilaði endanlega þar sem þeir voru staddir í bænum Schoenberg. Mennirnir áttu þá aðeins eitt ráð sem var að ganga á tveimur jafnfljótum inn í nálægan skóg. Belgíska og þýska lögreglan leita nú mannna og hefur varað íbúa á svæðinu við að taka puttaferðalaga upp í bíla sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×