Erlent

Afrískum flugfélögum bannað að lenda innan ESB

Jacques Barrot, sem fer með samgöngumál í framkvæmdastjór ESB, kynnti "svarta listann" svokallaða í dag.
Jacques Barrot, sem fer með samgöngumál í framkvæmdastjór ESB, kynnti "svarta listann" svokallaða í dag. MYND/AP

Evrópusambandið hefur lagt blátt bann við því að hátt hundrað alþjóðaflugfélög fái að lenda á flugvöllum sambandaríkja. Flest flugfélögin eru afrísk. Rúmlega helmingur þeirra er með aðsetur í Kongó, 14 í Sierra Leone og 7 í Svasílandi.

Vélar þeirra eru að sögn sambandsins ótryggar og félögin ekki talin hafa uppfyllt alþjóðlegar öryggiskröfur. Um er að ræða bæði vélar sem flytja farþegar og annast vöruflutninga.

Evrópskum ferðaskrifstofum sem eiga í viðskiptum við félögin verður gert skilt að endurgreiða flugmiða sem hafa verið keyptir áður en félögin fóru á bannlistann en hann var birtur í dag.

Farið verður yfir listann þriðja hvern mánuð og félögum bætt við eða þau tekin af listanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×