Erlent

Hagvexti spáð í Bretlandi

Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands, með rauðu skjalatöskuna frægu fyrir utan bústað sinn í Downing-stræti 11.
Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands, með rauðu skjalatöskuna frægu fyrir utan bústað sinn í Downing-stræti 11. MYND/AP

Hagvöxtur verður á bilinu 2 - 2,5% í Bretlandi í ár. Þetta sagði Gordon Brown, fjármálaráðherra, þegar hann kynnti fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár í dag.

Það er lítil breyting frá mati hans í lok síðasta árs. Brown spáir því að hagvöxtur fari upp í 2,75 - 3,25% á næsta ári. Hagvöxtur í Bretlandi í fyrra var tæp 2% og hefur ekki verið minni í 13 ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×