Erlent

Neyðarástand við Hvíta húsið í Washington í gær

Hvíta húsið
Hvíta húsið MYND/Reuters

Neyðarástand skapaðist við Hvíta húsið í Washington í gær þegar maður henti pakka, sem talinn var innihalda sprengju, inn á lóð hússins. Sprengjusérfræðingar voru kallaðir á vettvang sem notuðust við lítið vélmenni til að athuga innihald pakkans, og um klukkustund síðar sögðust þeir hafa gengið úr skugga um að engin hætta væri á ferðum.

Maðurinn henti pakkanum inn á norðurflöt Hvíta húss lóðarinnar en skömmu áður hafði George Bush Bandaríkjaforseti flogið burt í þyrlu frá suðurflötinni. Maðurinn var handtekinn stuttu eftir atvikið og segir lögregla að hann hafi verið staðinn að svipuðum gjörningi áður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×