Erlent

Níu menn dæmdir til dauða

Dómstóll í Jórdaínu hefur dæmt níu íslamska öfgamenn til dauða fyrir þátt þeirra í óeirðum sem kostuðu sjö manns lífið í suðurhluta landsins árið 2002. Fjórir mannanna hafa ekki verið teknir höndum en voru dæmdir þrátt fyrir það.

Annar maður var dæmdur í tíu ára fangelsi vegna málsins en fjölmargir voru sýknaðir. Meðal þeirra sem dæmdir voru til dauða er klerkur að nafni Abu Sayyaf sem er sagður hallur undir al-Kaída hryðjuverkasamtökin. Hann afplánar nú þegar fimmtán ára fangelsisdóm frá árinu 2004 fyrir að hafa lagt á ráðin um árásir á Vesturlandabúa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×