Erlent

Stjórnarliðar gengu út af fundi franska þingsins

Mikil dramatík ríkti á vikulegum fundi franska þingsins í dag en stjórnarliðar gengu út af honum þegar nýja vinnulöggjöfin var rædd. Reiði braust út þegar þingmaður sósíalistaflokksins sakaði forsætisráðherrann um sjálfselsku í þessu máli. Evrópsk málefni áttu upphaflega að vera umræða þingfundarins. Þingmenn stjórnarandstöðunnar vildu hins vegar halda áfram umræðunni um nýju vinnulöggjöfina.

Þingmaður sósílista flokksins sagði forsætisráðherrann ýta undir deilur í landinu vegna löggjafarinnar. Forsætisráðherrann var ekki viðstaddur þingfundinn en lýsti yfir vilja til að breyta tveimur ákvæðum hennar á fundi með löggjöfum stjórnarflokksins. Hann neitaði að hins vegar að afturkalla samninginn í heild sinni.

Vinnulöggjöfin tekur gildi í næsta mánuði. Tilgangur hennar er að gera vinnumarkað Frakklands sveigjanlegri og hvetja fyrirtæki til að ráða unga starfsmenn. Mikið atvinnuleysi er meðal ungu kynslóðarinnar og er það ríflega tvöfalt meira en landsmeðaltalið. Gagnrýnendur löggjafarinnar óttast að hún muni koma niður á starfsöryggi landsmanna. Samkvæmt löggjöfinni geta vinnuveitendur sagt upp starfsmönnum sem eru yngri en tuttugu og sex ára á fyrstu tveimur starfsárum þeirra. Þeir þurfa ekki að gefa starfsmönnunum skýringu á uppsögninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×