Erlent

Fuglaflensa á Gasa-ströndinni

Dúfur á flugi yfir sorphaug á Vesturbakkanum.
Dúfur á flugi yfir sorphaug á Vesturbakkanum. MYND/AP

Hið banvæna H5N1 afbrigði fuglaflensu hefur greinst á Gasa-ströndinni. Talsmaður Palestínumanna í landbúnaðarmálum tilkynnti þetta í dag.

Engar frekari upplýsingar hafa fengist um þetta en þó er vitað að flensan hefur greinst í fuglum nálægt landamærunum að Ísrael. Ísraelsmenn hafa nú fargað mörg þúsund alifuglum eftir að þetta hættulega afbrigði flensunnar greindist á fjölmörgum búgörðum nálægt Gasa-ströndinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×