Fleiri fréttir

Norskir kjósendur snúast til hægri

Niðurstöður nýrra fylgiskannana í Noregi benda til þess að borgaraflokkarnir haldi meirihluta á norska þinginu. Mestu munar um að Vinstriflokkurinn, lítill frjálslyndur hægriflokkur, nær fjögurra prósenta markinu í tveimur nýjum könnunum og fengi allt að tíu þingsæti í stað tveggja.

Herferð til bjargar listaverkum

Frægustu listaverk Ítalíu liggja undir skemmdum. Til að bregðast við vandanum reyna ítölsk yfirvöld að fá almenning til að opna seðlaveskin með því að sýna fram á hversu fátækleg Ítalía yrði án listarinnar.

Yfir 600 manns tróðust undir

Nú er ljóst að ekki færri en sex hundruð og fjörutíu týndu lífi þegar hundruð sjíta tróðust yfir brú yfir ánna Tígris í Bagdad í morgun. Fólkið var allt á leið tiil Kadhimiya-moskunnar þegar fréttist af sjálfsmorðsárásarmanni í þvögunni.

Flóðavatn rís enn í New Orleans

Flóðavatnið í New Orleans rís ennþá og hafa nú verkfræðingar á vegum Bandaríkjahers verið kallaðir til að reyna að stemma stigu við vatnsflaumnum. Ástandið í borginni er skelfilegt; gamla, franska hverfið er alveg á floti og þyrlum og bátum er beitt við að hjálpa fólki sem hefst við illan leik á húsþökum heimila sinna. Lík hafa sést á floti í vatninu og er óttast að tala þeirra sem týndu lífi í hamförunum muni enn hækka.

Búist við hamförum á Tævan

Á Tævan er búist við hamförum, en fellibylurinn Talim stefnir þangað hraðbyri. Hávaðarok og úrhellisrigning hafa þegar leitt til þess að búið er að loka skólum og opinberum stofnunum. Vindhraðinn er yfir fimmtíu metrar á sekúndu og fer í hviðum upp í sextíu og fjóra metra á sekúndu. Búist er við að stormurinn skelli á Tævan af fullum krafti innan fárra klukkustunda.

Minnast fórnarlamba hörmunganna í Beslan

Nærri ári eftir hörmungarnar í Beslan í Rússlandi, þar sem nærri tvö hundruð börn létust,  eftir að hafa verið tekin í gíslingu, hefur verið sett upp ljósmyndasýning með myndum teknum af börnunum sem komust lífs af.

Til minningar um fórnarlömb hörmun

Nærri ári eftir hörmungarnar í Beslan í Rússlandi, þar sem nærri tvö hundruð börn létust,  eftir að hafa verið tekin í gíslingu, hefur verið sett upp ljósmyndasýning með myndum teknum af börnunum sem komust lífs af.

Til minningar um fórnarlömb hörmun

Nærri ári eftir hörmungarnar í Beslan í Rússlandi, þar sem nærri tvö hundruð börn létust,  eftir að hafa verið tekin í gíslingu, hefur verið sett upp ljósmyndasýning með myndum teknum af börnunum sem komust lífs af.

Stríðsástand í New Orleans

Gríðarleg eyðilegging, dauði og stjórnleysi blasir við hvert sem litið er á svæðunum sem fellibylurinn Katrín lék grátt. Stríðsástand er í New Orleans, sem er á kafi í vatni.

Íslendingur missti heimili sitt

Íslensk kona, Þórdís Harvey, sem býr í Biloxi í Mississippi, þar sem minnst áttatíu manns fórust í fellibylnum Katrínu, missti heimili sitt í hamförunum. Í samtali við fréttastofu í nótt sagði Þórdís að allt væri horfið og stór hluti bæjarins í algerri rúst.

Áhrifa fellibylsins mun gæta lengi

Áhrifa Katrínar mun gæta um langan tíma. Hún eyðilagði stóran hluta þess húsnæðis sem varð á leið hennar, eiturefni og skólp blandast flóðavatninu og áhrifin á efnahagslífið í Bandaríkjunum gætu orðið mikil.

Flestir hinna látnu konur og börn

Ekki færri en sex hundruð og fjörutíu týndu lífi þegar hundruð sjíta tróðust yfir brú yfir ánna Tígris í Bagdad í morgun. Flestir þeirra sem fórust voru konur og börn.

Fuglaflensan mun líklega dreifast

Fuglaflensan, sem hefur gert vart við sig víða í Austur-Asíu, mun líklega dreifast til Evrópu, Mið-Austurlanda, Suður-Asíu og Afríku að mati Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna.

Óttast um líf þúsund sjía

Allt að eitt þúsund manns eru taldir hafa beðið bana í höfuðborg Íraks í gær þegar helgiganga sjía leystist upp í öngþveiti vegna ótta um að sjálfsmorðsprengjumaður væri í hópnum. Flestir hinna látnu tróðust undir í mannþrönginni en einnig drukknuðu margir í ánni Tígris.

Ástandið versnar stöðugt

Algert neyðarástand ríkir á hamfarasvæðunum í sunnanverðum Bandaríkjunum. Óttast er að hundruð manna hafi týnt lífi af völdum fellibylsins Katrínar.

Áhrifanna verður alls staðar vart

Eftir því sem dagarnir líða kemur tjónið sem fellibylurinn Katrín olli á mánudaginn æ betur í ljós. Tala látinna hækkar dag frá degi og búist er við að efnahagslegar afleiðingar hörmunganna muni ná langt út fyrir Bandaríkin.

Vandar kristilegum ekki kveðjurnar

Gerhard Schröder Þýskalandskanslari réðist harkalega á frambjóðendur Kristilega demókrataflokksins í ræðu í gær. Forskot kristilegu flokkanna er enn mjög mikið og ólíklegt þykir að jafnaðarmönnum takist að vinna það upp.

Heilabólgufaraldur geisar

41 barn dó í gær í Uttar Pradesh-héraði á Indlandi af völdum heilabólgufaraldurs sem þar geisar.

Clarke tekur slaginn

Kenneth Clarke, fyrrverandi fjármálaráðherra, hefur lýst yfir að hann vilji verða leiðtogi breska Íhaldsflokksins

Ár liðið frá harmleiknum í Beslan

Tsjetsjenski uppreisnarleiðtoginn Shamil Basajev hefur lýst því yfir að rússneska leyniþjónustan beri alla ábyrgð á morðunum í barnaskólanum í Beslan í Norður-Ossetíu. Í dag er ár liðið síðan harmleikurinn hófst.

Fé sett í jarðsprengjuþróun

Samtökin Fremtiden i våre hender hafa upplýst að rúmir 2,5 milljarðar íslenskra króna af olíusjóði Norðmanna hafi runnið í fjárfestingar í vopnaiðnaði.

Myrti sjúklinga sína

Bresk hjúkrunarkona sem ákærð var fyrir að hafa ráðið að minnsta kosti þremur sjúklingum sínum bana fannst látin á heimili sínu í vikunni.

Ár liðið frá harmleiknum í Beslan

Tsjetsjenski uppreisnarleiðtoginn Shamil Basajev hefur lýst því yfir að rússneska leyniþjónustan beri alla ábyrgð á morðunum í barnaskólanum í Beslan í Norður-Ossetíu. Í dag er ár liðið síðan harmleikurinn hófst.

Skelfing á brú

Nú er talið að þúsund manns hafi týnt lífi, meirihlutinn konur og börn. Fólkið átti sér engrar undankomu auðið þegar troðningurinn hófst á brúnni, handrið hennar gaf sig og fólk ýmist hrökklaðist út af brúnni eða stakk sér í ána til að bjarga sér. Þar drukknuðu margir.

Skelfilegt ástand í New Orleans

Vatnið vex í New Orleans. Borgin er á kafi, þúsundir íbúa eru bjargarlausar í því sem eftir stendur af heimilum þeirra og tugir þúsunda eru í raun flóttamenn, eiga ekki lengur þak yfir höfuðið.

Þriðja heims ástand

Það er lítið eftir af Biloxi í Missisippi. Fellibylurinn Katrín flatti nánast allt út. Sérfræðingar segja að í raun sé hálfgert þriðja heims ástand þar sem Katrín fór yfir. Koma verði fólki fyrir í flóttamannabúðum og víða sé hætta á farsóttum þar sem vatnið liggur yfir blandað skólpi og öðrum úrgangi.

Fær ekki að höfða skaðabótamál

Karlmaður sem sat 22 ár í fangelsi fyrir glæp sem hann framdi ekki getur ekki höfðað skaðabótamál á hendur Flórídaríki. Þannig hljóðar úrskurður dómara í máli Wilton Dedge, sem var dæmdur fyrir nauðgun sem hefur síðan verið sýnt fram á að hann var saklaus af.

Norðmenn endurvekja Gulaþing

Norðmenn freista þess nú að endurvekja forna frægð Gula-þings og minna um leið á að það var fyrirmynd Alþingis Íslendinga á Þingvöllum.

55 látnir af völdum Katrínar

Ekki færri en 55 hafa látist af völdum fellibylsins Katrínar sem skall á suðurströnd Bandaríkjanna í gær. Flestir þeirra sem létust bjuggu í sýslum innar í landinu en í New Orleans borg létust einungis þrír enda hafði gríðarlegur viðbúnaður verið þar. Enn hefur ekki tekist að komast að nokkrum íbúðarhverfum sökum vatnselgs og óttast er að einhverjir kunni að hafa látið lífið.

Sjö Afríkumenn létust í bruna

Sex létust og fjórtán slösuðust í nótt þegar mikill eldur kviknaði í íbúðarhúsi í París, höfuðborg Frakklands. Flestir íbúar hússins voru afrískir innflytjendur, eins og í íbúðarblokkinni sem kviknaði í á föstudaginn þar sem sautján manns létust. Eitt barn lést í nótt eftir að hafa hent sér út um glugga og í morgun fundust svo lík fimm manna í rústum íbúðarinnar.

Olíuverð hækkar enn

Olíuverð hækkaði aftur í Bandaríkjunum í morgun þar sem enn er ekki ljóst hver áhrif fellibylsins Katrínar verða á olíuframleiðslu við Mexíkófloa. Verðið fór yfir 70 dollara á tunnuna fyrri partinn í gær, en lækkaði nokkuð þegar ljóst var að áhrif Katrínar yrðu minni en óttast var.

Reyndi að skera sig á háls

Japönsk kona reyndi í morgun að skera sig á háls fyrir framan íbúð Koizumis, forsætisráðherra Japans, eftir að lögregla hafði meinað henni aðgang að lóðinni. Konan reyndi einnig að skera sig á púls en hún er ekki lífshættulega slösuð enda var eggvopnið sem hún notaði ekki mjög beitt. Í bíl konunnar fundust mótmælaspjöld gegn ríkisstjórn Koizumis.

Handteknir vegna morðins á Hariri

Líbanska lögreglan handtók í morgun þrjá fyrrverandi leyniþjónustumenn og einn fyrrverandi þingmann. Fjórmenningarnir voru hallir undir stjórnvöld í Sýrlandi og jafnvel er talið að þeir hafi átt einhvern þátt í morðinu á Rafik Hairiri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, í febrúar.

Aspirín gott fyrir hjartaaðgerð

Ný rannsókn bendir til þess að þeim sem taki aspirín fyrir hjartaaðgerð farnist betur eftir aðgerðina en þeim sem ekki taka lyfið. Rannsóknin náði til meira en 1600 hjartasjúklinga sem var skipt í tvo hópa. Aðeins 1,7 prósent þeirra sem tóku aspirín fyrir aðgerðina létust á meðan á rannsókninni stóð en 4,4 prósent þeirra sem ekki tóku lyfið létust í kjölfar aðgerðarinnar.

Felldu al-Qaida liða nærri Qaim

Bandaríkjaher greindi frá því í dag að hersveitir hefðu fellt nokkra al-Qaida liða í loftárás á felustað uppreisnarmanna nærri bænum Qaim við landamæri Sýrlands og Íraks. Ekki er ljóst hversu margir voru vegnir. Arabíska sjónvarpsstöðin Al Jazeera segir 40 hafa látist í árásinni, sem hafi verið gerð um miðja nótt að írökskum tíma, en talskona Bandaríkjahers segir árásina hafa verið gerða snemma í morgun en tilgreinir ekki fjölda látinna.

Elsta kona í heimi látin

Hollensk kona, sem samkvæmt Heimsmetabók Guinness var elst jarðarbúa, lést í morgun 115 ára að aldri. Hendrikje van Andel-Schipper, eða Hennie eins og hún var kölluð, hafði undanfarin ár búið á hjúkrunarheimili í bænum Hoogenveen en hún lést í svefni í nótt að sögn forstöðumanns hjúkrunaheimilisins.

Tugir látnir og gríðarlegt eignatjón af völdum fellibylsins

Meira en fimmtíu manns létust þegar fellybylurinn Katrín skall á suðurströnd Bandaríkjanna í gær. Eyðileggingin er gríðarleg og fjárhagslegt tjón vegna fellybylsins er talið nema vel á annað þúsund milljarða íslenskra króna.

Líkleg valdaskipti í Noregi

Fátt virðist geta komið í veg fyrir að Jens Stoltenberg, leiðtogi Verkamannaflokksins, verði næsti forsætisráðherra Noregs. Samkvæmt nýrri könnun stefnir í stórsigur vinstri flokkanna í þingkosningunum í Noregi eftir tvær vikur.

Annar bruninn á fimm dögum

Sjö létust og þrettán slösuðust þegar mikill eldur kviknaði í íbúðarhúsi í París í Frakklandi í nótt. Þetta er í annað sinn á aðeins fimm dögum sem eldur kemur upp í íbúðarhúsi afrískra innflytjenda í borginni.

Varnargarðar brustu í New Orleans

Minnst 65 létust þegar fellibylurinn Katrín skall á suðurströnd Bandaríkjanna í gær. Flestir þeirra sem staðfest er að hafi farist voru búsettir í einni og sömu strandsýslunni í Missisippi. Óttast er að tala látinna muni hækka þegar björgunarsveitarmenn hafa komist á öll svæðin sem urðu fyrir Katrínu. Í morgun brast flóðvarnargarður sem hélt stöðuvatninu Lake Pontchartrain við New Orleans í skefjum. Við það jukust flóðin í borginni enn frekar.

Brennuvargar urðu barni að bana

Lögregla í Bretlandi leitar nú tveggja manna sem réðust inn í hús og kveiktu í því með þeim afleiðingum að fjögurra mánaða barn lést og móðir þess meiddist lítillega. Mennirnir ruddust inn í íbúð mæðginanna í Newcastle, rotuðu móðurina og kveiktu svo í íbúðinni. Þegar móðirin rankaði við sér höfðu hendur hennar verið bundnar fyrir aftan bak en henni tókst að hringja í neyðarlínuna með því að nota tunguna.

Vill þjóðnýta landareignir hvítra

Flokkur Roberts Mugabes, forseta Simbabve, samþykkti í dag að breyta stjórnarskrá landsins svo þjóðnýta megi landareignir hvítra manna sem teknar hafa verið eignarnámi og eigendurnir hraktir á brott. Breytingin felur einnig í sér leyfi til að setja ferðabann á þá sem stjórnin flokkar sem „svikara“, það er þá sem ekki styðja forsetann.

Netanyahu vill leiða Likud

Benjamin Netanyahu, fyrrverandi fjármálaráðherra Ísraels, tilkynnti í dag að hann muni keppa við Ariel Sharon um leiðtogasætið í Likud-flokknum. Flokkurinn mun líklega velja sér formann fyrir lok ársins. Netanyahu verður fulltrúi harðlínumanna sem eru ósáttir við þá stefnu Sharons að rýma landnemabyggðir á Gaza og nokkrar á Vesturbakkanum til að reyna að ná sáttum við Palestínumenn.

Herlög taka gildi í New Orleans

Lögregla í New Orleans hefur lýst herlög í gildi til þess að reyna að koma í veg fyrir þjófnaði í kjölfar þess að fellibylurinn Katrín fór þar um og olli miklu tjóni. Frá þessu greinir <em>Sky</em>-fréttastöðin. Útgöngubann hefur tekið gildi í borginni og íbúar eru hvattir til þess að sjóða drykkjarvatn sitt þar sem yfirvöld óttast að það hafi mengast í flóðunum sem fylgdu Katrínu.

Barnamorðingja leitað

Tveir karlmenn réðust inn í hús í Newcastle á sunnudagskvöldið, rotuðu þar konu sem þar bjó og kveiktu svo í. Konan vaknaði skömmu síðar, bundin á höndum, en þá var mikill reykur í íbúðinni.

Sjá næstu 50 fréttir