Erlent

Flestir hinna látnu konur og börn

Ekki færri en sex hundruð og fjörutíu týndu lífi þegar hundruð sjíta tróðust yfir brú yfir ánna Tígris í Bagdad í morgun. Flestir þeirra sem fórust voru konur og börn. Mikill fjöldi fólks var á leið til Kadhimiya-moskunnar í norðurbæ Bagdad í morgun þegar einhver í hópnum hrópaði að sjálfsmorðsárásarmaður væri í þvögunni. Skelfing greip um sig og tróðst fólkið yfir brúnna með þeim afleiðingum að sex hundruð og fjörutíu hafa verið staðfestir látnir og óttast er að talan geti verið enn hærri. Ríflega þrjú hundruð slösuðust. Flestir tróðust undir, ekki síst gamalt fólk sem komst hvergi. Meirihluti þeirra sem fórust var konur og börn, samkvæmt upplýsingum frá írakska innanríkisráðuneytinu. Aðrir köstuðu sér í ánna til að sleppa undan sjálfsvígsmanninum meinta og drukknaði hluti þess fólks. Nokkru áður dóu sjö hið minnsta þegar sprengjum var kastað að hópnum.  Ibrahim Jaafari, forsætisráðherra Íraks, hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg vegna atburðana. Sprengjuárásir voru gerðar víðar í Bagdad í morgun, meðal annars við alþjóðaflugvöllinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×