Erlent

Þriðja heims ástand

Það er lítið eftir af Biloxi í Missisippi. Fellibylurinn Katrín flatti nánast allt út. Sérfræðingar segja að í raun sé hálfgert þriðja heims ástand þar sem Katrín fór yfir. Koma verði fólki fyrir í flóttamannabúðum og víða sé hætta á farsóttum þar sem vatnið liggur yfir blandað skólpi og öðrum úrgangi. En áhrifin eru víðtækari. Olíuverð hefur hækkað enn og er komið vel yfir sjötíu dollara - er þar með innan við tíu dollara frá hæsta verði sem nokkurn tíma hefur fengist sé tekið tillit til verðbólguþróunar. Þetta veldur því meðal annars að sum bandarísk flugfélög hafa fellt niður flugferðir og hjá Icelandair segja menn ljóst, að leggja verði bensínálag á farmiða haldi þessi þróun áfram. Efnahagssérfræðingar vestra sitja og reikna hversu mikil áhrifin verða á efnahagsþróun þar á þessum og næsta ársfjórðungi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×