Erlent

Barnamorðingja leitað

Tveir karlmenn réðust inn í hús í Newcastle á sunnudagskvöldið, rotuðu þar konu sem þar bjó og kveiktu svo í. Konan vaknaði skömmu síðar, bundin á höndum, en þá var mikill reykur í íbúðinni. Konunni tókst að hringja eftir hjálp með því að þrýsta tungunni á símahnappana en jafnframt æpti hún út um bréfalúguna. Fjögurra mánaða gamall sonur konunnar dó hins vegar í brunanum. Mannanna tveggja er nú ákaft leitað en lögregla segir útilokað að þeir hafi ekki vitað af litla barninu þar sem það grét hástöfum. Ekki er vitað um tilefni þessa óhæfuverks en öruggt er að mennirnir verði ákærðir fyrir morð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×