Erlent

Aspirín gott fyrir hjartaaðgerð

Ný rannsókn bendir til þess að þeim sem taki aspirín fyrir hjartaaðgerð farnist betur eftir aðgerðina en þeim sem ekki taka lyfið. Rannsóknin náði til meira en 1600 hjartasjúklinga sem var skipt í tvo hópa. Aðeins 1,7 prósent þeirra sem tóku aspirín fyrir aðgerðina létust á meðan á rannsókninni stóð en 4,4 prósent þeirra sem ekki tóku lyfið létust í kjölfar aðgerðarinnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×