Erlent

Handteknir vegna morðins á Hariri

Líbanska lögreglan handtók í morgun þrjá fyrrverandi leyniþjónustumenn og einn fyrrverandi þingmann. Fjórmenningarnir voru hallir undir stjórnvöld í Sýrlandi og jafnvel er talið að þeir hafi átt einhvern þátt í morðinu á Rafik Hairiri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, í febrúar. Teymi á vegum Sameinuðu þjóðanna sem rannskar morðið á Hariri yfirheyrir nú fjórmenningana.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×