Erlent

Fær ekki að höfða skaðabótamál

Karlmaður sem sat 22 ár í fangelsi fyrir glæp sem hann framdi ekki getur ekki höfðað skaðabótamál á hendur Flórídaríki. Þannig hljóðar úrskurður dómara í máli Wilton Dedge, sem var dæmdur fyrir nauðgun sem hefur síðan verið sýnt fram á að hann var saklaus af. Dómarinn sagði mál Dedge sorglegt en að löggjöf Flórída verndaði ríkið frá lögsóknum sem þessari. Því gæti aðeins ríkisþing Flórída tekið á máli hans.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×