Erlent

Reyndi að skera sig á háls

Japönsk kona reyndi í morgun að skera sig á háls fyrir framan íbúð Koizumis, forsætisráðherra Japans, eftir að lögregla hafði meinað henni aðgang að lóðinni. Konan reyndi einnig að skera sig á púls en hún er ekki lífshættulega slösuð enda var eggvopnið sem hún notaði ekki mjög beitt. Í bíl konunnar fundust mótmælaspjöld gegn ríkisstjórn Koizumis. Sjálfur var forsætisráðherrann ekki heima þegar atvikið átti sér stað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×