Erlent

Varnargarðar brustu í New Orleans

Minnst 65 létust þegar fellibylurinn Katrín skall á suðurströnd Bandaríkjanna í gær. Flestir þeirra sem staðfest er að hafi farist voru búsettir í einni og sömu strandsýslunni í Missisippi. Óttast er að tala látinna muni hækka þegar björgunarsveitarmenn hafa komist á öll svæðin sem urðu fyrir Katrínu. Í morgun brast flóðvarnargarður sem hélt stöðuvatninu Lake Pontchartrain við New Orleans í skefjum. Við það jukust flóðin í borginni enn frekar. Vatnið á götunum er sums staðar orðið 7 metra djúpt og eyðileggingin er gríðarleg. Meira en milljón manns er án rafmagns á suðurströnd Bandaríkjanna og að sögn yfirvalda gætu liðið allt að tveir mánuðir þar til rafmagn kemst á aftur. Þá er víðast hvar vatnslaust og útvarpssendingar nást almennt ekki. Fjárhagslegt tjón vegna fellibylsins er talið vera hátt í tvö þúsund milljarðar íslenskra króna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×