Erlent

Sjö Afríkumenn létust í bruna

Sex létust og fjórtán slösuðust í nótt þegar mikill eldur kviknaði í íbúðarhúsi í París, höfuðborg Frakklands. Flestir íbúar hússins voru afrískir innflytjendur, eins og í íbúðarblokkinni sem kviknaði í á föstudaginn þar sem sautján manns létust. Eitt barn lést í nótt eftir að hafa hent sér út um glugga og í morgun fundust svo lík fimm manna í rústum íbúðarinnar. Það tók 130 slökkviliðsmenn vel á aðra klukkustund að ráða niðurlögum eldsins. Bruninn vekur enn frekari spurningar um aðbúnað fátækra innflytjenda í París sem er vægast sagt bágborinn. Eftir brunann á föstudaginn gengu afrískir innflytjendur um götur og mótmæltu og ekki munu mótmæli þeirra minnka eftir atburðina í nótt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×