Erlent

Brennuvargar urðu barni að bana

Lögregla í Bretlandi leitar nú tveggja manna sem réðust inn í hús og kveiktu í því með þeim afleiðingum að fjögurra mánaða barn lést og móðir þess meiddist lítillega. Mennirnir ruddust inn í íbúð mæðginanna í Newcastle, rotuðu móðurina og kveiktu svo í íbúðinni. Þegar móðirin rankaði við sér höfðu hendur hennar verið bundnar fyrir aftan bak en henni tókst að hringja í neyðarlínuna með því að nota tunguna. Slökkvilið kom í kjölfarið á vettvang og bjargaði henni úr íbúðinni en sonur hennar var úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi. Lögregla veit ekki hverjir voru að verki og segir ekki ljóst hvers vegna þeir hafi kveikt í íbúðinni en hún hefur nú biðlað til almennings um upplýsingar sem leitt geti til handtöku ódæðismannanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×