Erlent

Myrti sjúklinga sína

Bresk hjúkrunarkona sem ákærð var fyrir að hafa ráðið að minnsta kosti þremur sjúklingum sínum bana fannst látin á heimili sínu í vikunni. Anne Grigg-Booth, frá Vestur-Jórvíkurskíri, átti að mæta fyrir rétt í vetur vegna morða á þremur rosknum konum, morðtilraunar á miðaldra karli og fyrir að hafa byrlað tólf sjúklingum til viðbótar eitur. Grigg-Booth neitaði hins vegar ávallt sök og er dauði hennar ekki talinn hafa stafað af óeðlilegum orsökum. Lögregla segir mögulegt að mun fleiri hafi látist af völdum konunnar en það geti þó reynst erfitt að sanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×