Erlent

Felldu al-Qaida liða nærri Qaim

Bandaríkjaher greindi frá því í dag að hersveitir hefðu fellt nokkra al-Qaida liða í loftárás á felustað uppreisnarmanna nærri bænum Qaim við landamæri Sýrlands og Íraks. Ekki er ljóst hversu margir voru vegnir. Arabíska sjónvarpsstöðin Al Jazeera segir 40 hafa látist í árásinni, sem hafi verið gerð um miðja nótt að írökskum tíma, en talskona Bandaríkjahers segir árásina hafa verið gerða snemma í morgun en tilgreinir ekki fjölda látinna. Írakskir og bandarískir hermenn hafa að undanförnu herjað á uppreisnarmenn á svæðinu, en Bandaríkjastjórn heldur því fram að erlendir uppreisnarmenn streymi til Íraks yfir landamæri Sýrlands. Þessu hafa sýrlensk stjórnvöld neitað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×