Erlent

Elsta kona í heimi látin

Hollensk kona, sem samkvæmt Heimsmetabók Guinness var elst jarðarbúa, lést í morgun 115 ára að aldri. Hendrikje van Andel-Schipper, eða Hennie eins og hún var kölluð, hafði undanfarin ár búið á hjúkrunarheimili í bænum Hoogenveen en hún lést í svefni í nótt að sögn forstöðumanns hjúkrunaheimilisins. Hennie var fædd árið 1890 og lifði því þrjár aldir en hún vann lengst af sem handavinnukennari og var að sögn þeirra sem hana þekktu mikill knattspyrnuáhugamaður. Ekki er ljóst hver tekur við af Hennie sem aldursforseti jarðar, en elsti núlifandi karlmaðurinn er Púertó Ríkóinn Emiliano Mercado Del Toro sem samkvæmt Heimsmetabók Guinness fagnaði 114 ára afmæli sínu 21. ágúst síðastliðinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×