Erlent

Netanyahu vill leiða Likud

MYND/AP
Benjamin Netanyahu, fyrrverandi fjármálaráðherra Ísraels, tilkynnti í dag að hann muni keppa við Ariel Sharon um leiðtogasætið í Likud-flokknum. Flokkurinn mun líklega velja sér formann fyrir lok ársins. Netanyahu verður fulltrúi harðlínumanna sem eru ósáttir við þá stefnu Sharons að rýma landnemabyggðir á Gaza og nokkrar á Vesturbakkanum til að reyna að ná sáttum við Palestínumenn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×