Erlent

Skelfing á brú

Nú er talið að þúsund manns hafi týnt lífi, meirihlutinn konur og börn. Fólkið átti sér engrar undankomu auðið þegar troðningurinn hófst á brúnni, handrið hennar gaf sig og fólk ýmist hrökklaðist út af brúnni eða stakk sér í ána til að bjarga sér. Þar drukknuðu margir. Fólkið var á leið til trúarathafnar í Kadimiyah-moskunni í Norður-Bagdad. Leiðin lá yfir brú yfir Tígris, þar sem hræðsla og múgæsing hafði skelfilegar afleiðingar. Á sjúkrahúsum borgarinnar var allt fullt af fórnarlömbum síðdegis, öskur og óp heyrðust um alla ganga og fólk leitaði þar ættingja sinna í örvæntingu. Yfirvöld í Bagdad kenna uppreisnarmönnum um skelfinguna og segja þá hafa breitt út þá sögu að sjálfsvígstilræðismaður væri í þvögunni. Lýst hefur verið yfir þriggja daga þjóðarsorg.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×