Erlent

Til minningar um fórnarlömb hörmun

Nærri ári eftir hörmungarnar í Beslan í Rússlandi, þar sem nærri tvö hundruð börn létust,  eftir að hafa verið tekin í gíslingu, hefur verið sett upp ljósmyndasýning með myndum teknum af börnunum sem komust lífs af. Sýningin er á vegum barnahjálpar Sameinuðu Þjóðanna og ber yfirskriftina "Börnin eru það mikilvægasta í heiminum". Ekki hefur verið hreyft við skólanum síðan hörmungarnar dundu yfir og hann ber því enn skýr merki dagsins þegar rússneski herinn réðist inn í skólann, þar sem uppreisnarmenn héldu mörg hundruð börnum í gíslingu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×