Fleiri fréttir

Leki kom að fiskibáti við Rif

Leki kom að litlum fiskibáti, þegar hann var staddur skammt utan við Rif á Snæfellsnesi í gærkvöldi. Þar sem sjór hafði komist í vélarrúm bátsins þannig að hætt var við að það dræpist á vélinni, kölluðu bátsverjar eftir aðstoð.

Slökkviliðið á Patró kallað út þegar peningaflutningataska sprakk

Slökkviliðið á Patreksfirði var kallað út á tíunda tímanum í gærkvköldi eftir að reyk tók að leggja frá Landsbankanum þar í bæ. Slökkvilið í nágrannabæjum voru líka ræst út en brátt kom í ljós að reykurinn stafaði frá hylki í peningaflutningatösku, sem hafði sprungið og gefið frá sér blek og reyk, en engin eldur hafði kviknað.

Fólk liggur á gluggum hjá Önnu

Anna Gunnarsdóttir setur sinn svip á Drangsnes með fagurlega skreyttum garði við heimili sitt í þorpinu. Margir staldra við í brekkunni í Holtagötu til að virða munina fyrir sér. Anna segir suma leggjast á gluggana og jafnvel ganga í bæinn.

Pósthússtræti lokað á laugardag

Það styttist í að farið verði að loka götum í miðborg Reykjavíkur fyrir akandi umferð líkt og gert hefur verið undanfarin sumur.

Gjaldtöku frestað í Reykjahlíð

Gjaldtaka Landeigendafélags Reykjahlíðar ehf. átti að hefjast þann 1. júní síðastliðinn á þremur stöðum í landi Reykjahlíðar. Hins vegar bólar ekkert á gjaldtöku á svæðinu.

Ísland mannar stöðu hjá NATO vegna Krímskaga

Mikil áhersla er lögð á að öll aðildarríki NATO leggi í púkkið í viðbrögðum vegna aðgerða Rússlands í Úkraínu. Einn fyrir alla og allir fyrir einn, segir framkvæmdastjóri bandalagsins. Varnarmálaráðherrar ræða langtímaáhrif krísunnar í Úkraínu.

Ísgöng í Langjökli opnuð á næsta ári

Unnið er að gerð ísganga í Langjökli sem verða þau stærstu í Evrópu. Stefnt er að opnun næsta vor og í göngunum fá ferðamenn fágæta innsýn í gerð og þróun jökla.

Verkfall náttúrufræðinga ólöglegt

Verkfall náttúrufræðinga á Landspítalanum hefur verið úrskurðað ólöglegt af Félagsdómi og mun því ekki verða af því á morgun.

Ræddi tvíhliða samvinnu við Pólverja

Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, átti í dag fund með Elzbieta Bienkowska, aðstoðarforsætisráðherra Póllands, sem er einnig ráðherra innviða og þróunar.

Ghasem ekki sendur úr landi

"Ghasem fær sennilega fundarboðun bráðlega. Þessir hlutir taka samt alltaf tíma. Þarna fær hann smá vonarglætu, en það er ekki verið að vinna með fólki til að létta á einhverri sálfræðilegri pressu. Þvert á móti.“

„Þessi voru á leynifundi“

Dagur B. Eggertsson, Sóley Tómasdóttir, S. Björn Blöndal og Halldór Auðar Svansson funda nú um myndun meirihluta í borgarstjórn og skelltu sér í hádegismat á Austurlandahraðlestinni.

Fjármagna framkvæmdir til að hindra gjaldtöku

Iðnaðarráðuneytið úthlutaði 380 milljónum til uppbyggingar og verndaraðgerða á ferðamannastöðum. 50 milljónir fara í framkvæmdir á stöðum þar sem Landeigendafélag Reykjahlíðar áformar gjaldtöku á ferðamenn.

Íbúarnir ætla að standa vörð um 100 ára silfurreyni

Útlit er fyrir að rúmlega 100 ára silfurreynir verði felldur vegna hótelbyggingar milli Laugavegs og Grettisgötu. Íbúar í grenndinni hafa hrundið af stað undirskriftasöfnun til að mótmæla framkvæmdum á svæðinu.

Fjallar um birtingamyndir klámvæðingar

Miðvikudaginn 4. júní verður efnt til málþings um valdeflandi starf með börnum og unglingum en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Reyndi að afstýra því að aka á fugl og lenti í árekstri

Fugl olli árekstri tveggja bíla á Álftanesvegi laust fyrir miðnætti, en hvorki fugl né ökumenn sakaði. Báðum bílunun var ekið í vesturátt, en ökumaður fremri bílsins hægði skyndilega á bílnum þegar fugl flaug lágt fyrir framan hann, með þeim afleiðingum að aftari bíllinn skall á þeim fremri.

Sjá næstu 50 fréttir