Ghasem ekki sendur úr landi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 3. júní 2014 13:51 vísir/pjetur „Þetta er bara gleðidagur. Loksins fær hann að segja sína sögu.“ Þetta segir Benjamín Julian, talsmaður afganska flóttamannsins Ghasem Mohamadi, sem fékk þær fregnir í dag að hann yrði ekki sendur úr landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar, eins og áður hafði verið úrskurðað um. Eins og kunnugt er fór Ghasem í tíu daga hungurverkfall og var hann í þrígang fluttur á sjúkrahús. Hann byrjaði að borða eftir að hafa fengið loforð um fund með innanríkisráðuneytinu. Enn hefur þó ekki orðið af fundinum, tæpum fimm vikum síðar. „Ghasem fær sennilega fundarboðun bráðlega. Þessir hlutir taka samt alltaf tíma. Þarna fær hann smá vonarglætu, en það er ekki verið að vinna með fólki til að létta á einhverri sálfræðilegri pressu. Þvert á móti.“ Ghasem hefur beðið í tvö ár eftir úrskurði um dvalarleyfi hér á landi en hann kom til Íslands árið 2012 og sótti um pólitískt hæli. Umsókninni var hafnað á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar þar sem hann hafði áður sótt um hæli í Svíþjóð. Grátlegt hvernig farið er með hælisleitendur „Það eina sem hefur í raun breyst er að þessi hótun um að senda hann til baka til Svíþjóðar hefur verið dregin til baka. Það er eina efnislega breytingin, en miðað við aðstæður er það mjög gott. Í rauninni er það samt grátlegt að það skuli vera tilfellið, hvernig farið er með hælisleitendur hérlendis,“ segir Benjamín. Fjöldi fólks mótmælti við innanríkisráðuneytið til stuðnings Mohamadi. Benjamín telur líklegt að mótmælin hafi átt stóran þátt í því að úrskurðurinn var dreginn til baka, en hvað það var sem breytti ákvörðun Innanríkisráðuneytis og Útlendingastofnunar veit hann ekki. „Þau virðast hafa gengið þvert á ákvörðun sína í þessu tilfelli. Ég veit ekki af hverju það var gert, en vissulega erum við ánægð með þetta.“ Samkvæmt reglugerðinni er hælisleitanda vísað aftur til þess ríkis þar sem hann sótti fyrst um hæli.Látinn afskiptalaus í 20 mánuði Ghasem segir að í þá tuttugu mánuði sem hann hefur beðið eftir úrskurði um dvalarleyfi hafi enginn haft afskipti af honum. Verst sé þó að geta hvorki unnið né farið í skóla. Hann er orðin örvæntingarfullur og þreyttur á biðinni og segist frekar vilja deyja hér á landi en fara aftur til Afganistans. „Vinir hans hafa allir verið sendir úr landi, hann má ekki vinna og getur ekki farið í skóla. Það er stór ástæða þessa að hann var kominn í tæpt andlegt ástand.“ Hvorki náðist í innanríkisráðuneytið né útlendingastofnun þegar eftir því var leitað. Tengdar fréttir Mótmæli við Innanríkisráðuneytið Boðað hefur verið til mótmæla til stuðnings Ghasem Mohammadi, tvítugum Afgana, sem á yfir höfði sér brottvísun frá Íslandi. 28. apríl 2014 09:48 Hvorki borðað né drukkið í sjö daga Afganskur hælisleitandi, sem er nú á sjöunda degi hungurverkfalls, var í morgun fluttur meðvitundarlaus á sjúkrahús. Hvorki Innanríkisráðuneytið né Útlendingastofnun hafa brugðist við fréttum af hungurverkfallinu. 27. apríl 2014 19:15 Hælisleitandi í hungurverkfalli fluttur á sjúkrahús með hraði Afganskur hælisleitandi, Ghasem Mohammadi, hefur beðið í tvö ár hér á landi eftir úrskurði um dvalarleyfi. 27. apríl 2014 14:21 Segir mál Ghasems lýsandi fyrir stöðu hælisleitenda Um þrjú hundruð manns hafa skrifað undir áskorun þessa efnis að hælisumsókn Ghasem Mohammadi fái efnislega meðferð hér á landi. 28. apríl 2014 13:20 „Ég vil frekar deyja hér en fara aftur til Afganistans“ Tvítugur flóttamaður er nú á fimmta degi hungurverkfalls. Hann hefur beðið í tvö ár eftir úrskurði um dvalarleyfi hér á landi. 25. apríl 2014 19:28 Ghasem skilaði inn tæplega 900 undirskriftum Klukkan tíu í dag skilaði Ghasem Mohammadi, afganskur hælisleitandi, tæplega níuhundruð undirskriftum í móttöku innanríkisráðuneytisins, þar sem skrifstofustjóri tók við þeim. 29. apríl 2014 10:38 Fékk súpu eftir tíu daga mótmælasvelti Ghasem Mohamadi, tvítugur hælisleitandi frá Afganistan, byrjaði að borða í dag eftir að hafa fengið loforð um fund með innanríkisráðuneytinu. 30. apríl 2014 22:30 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Innlent Fleiri fréttir Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Sjá meira
„Þetta er bara gleðidagur. Loksins fær hann að segja sína sögu.“ Þetta segir Benjamín Julian, talsmaður afganska flóttamannsins Ghasem Mohamadi, sem fékk þær fregnir í dag að hann yrði ekki sendur úr landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar, eins og áður hafði verið úrskurðað um. Eins og kunnugt er fór Ghasem í tíu daga hungurverkfall og var hann í þrígang fluttur á sjúkrahús. Hann byrjaði að borða eftir að hafa fengið loforð um fund með innanríkisráðuneytinu. Enn hefur þó ekki orðið af fundinum, tæpum fimm vikum síðar. „Ghasem fær sennilega fundarboðun bráðlega. Þessir hlutir taka samt alltaf tíma. Þarna fær hann smá vonarglætu, en það er ekki verið að vinna með fólki til að létta á einhverri sálfræðilegri pressu. Þvert á móti.“ Ghasem hefur beðið í tvö ár eftir úrskurði um dvalarleyfi hér á landi en hann kom til Íslands árið 2012 og sótti um pólitískt hæli. Umsókninni var hafnað á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar þar sem hann hafði áður sótt um hæli í Svíþjóð. Grátlegt hvernig farið er með hælisleitendur „Það eina sem hefur í raun breyst er að þessi hótun um að senda hann til baka til Svíþjóðar hefur verið dregin til baka. Það er eina efnislega breytingin, en miðað við aðstæður er það mjög gott. Í rauninni er það samt grátlegt að það skuli vera tilfellið, hvernig farið er með hælisleitendur hérlendis,“ segir Benjamín. Fjöldi fólks mótmælti við innanríkisráðuneytið til stuðnings Mohamadi. Benjamín telur líklegt að mótmælin hafi átt stóran þátt í því að úrskurðurinn var dreginn til baka, en hvað það var sem breytti ákvörðun Innanríkisráðuneytis og Útlendingastofnunar veit hann ekki. „Þau virðast hafa gengið þvert á ákvörðun sína í þessu tilfelli. Ég veit ekki af hverju það var gert, en vissulega erum við ánægð með þetta.“ Samkvæmt reglugerðinni er hælisleitanda vísað aftur til þess ríkis þar sem hann sótti fyrst um hæli.Látinn afskiptalaus í 20 mánuði Ghasem segir að í þá tuttugu mánuði sem hann hefur beðið eftir úrskurði um dvalarleyfi hafi enginn haft afskipti af honum. Verst sé þó að geta hvorki unnið né farið í skóla. Hann er orðin örvæntingarfullur og þreyttur á biðinni og segist frekar vilja deyja hér á landi en fara aftur til Afganistans. „Vinir hans hafa allir verið sendir úr landi, hann má ekki vinna og getur ekki farið í skóla. Það er stór ástæða þessa að hann var kominn í tæpt andlegt ástand.“ Hvorki náðist í innanríkisráðuneytið né útlendingastofnun þegar eftir því var leitað.
Tengdar fréttir Mótmæli við Innanríkisráðuneytið Boðað hefur verið til mótmæla til stuðnings Ghasem Mohammadi, tvítugum Afgana, sem á yfir höfði sér brottvísun frá Íslandi. 28. apríl 2014 09:48 Hvorki borðað né drukkið í sjö daga Afganskur hælisleitandi, sem er nú á sjöunda degi hungurverkfalls, var í morgun fluttur meðvitundarlaus á sjúkrahús. Hvorki Innanríkisráðuneytið né Útlendingastofnun hafa brugðist við fréttum af hungurverkfallinu. 27. apríl 2014 19:15 Hælisleitandi í hungurverkfalli fluttur á sjúkrahús með hraði Afganskur hælisleitandi, Ghasem Mohammadi, hefur beðið í tvö ár hér á landi eftir úrskurði um dvalarleyfi. 27. apríl 2014 14:21 Segir mál Ghasems lýsandi fyrir stöðu hælisleitenda Um þrjú hundruð manns hafa skrifað undir áskorun þessa efnis að hælisumsókn Ghasem Mohammadi fái efnislega meðferð hér á landi. 28. apríl 2014 13:20 „Ég vil frekar deyja hér en fara aftur til Afganistans“ Tvítugur flóttamaður er nú á fimmta degi hungurverkfalls. Hann hefur beðið í tvö ár eftir úrskurði um dvalarleyfi hér á landi. 25. apríl 2014 19:28 Ghasem skilaði inn tæplega 900 undirskriftum Klukkan tíu í dag skilaði Ghasem Mohammadi, afganskur hælisleitandi, tæplega níuhundruð undirskriftum í móttöku innanríkisráðuneytisins, þar sem skrifstofustjóri tók við þeim. 29. apríl 2014 10:38 Fékk súpu eftir tíu daga mótmælasvelti Ghasem Mohamadi, tvítugur hælisleitandi frá Afganistan, byrjaði að borða í dag eftir að hafa fengið loforð um fund með innanríkisráðuneytinu. 30. apríl 2014 22:30 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Innlent Fleiri fréttir Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Sjá meira
Mótmæli við Innanríkisráðuneytið Boðað hefur verið til mótmæla til stuðnings Ghasem Mohammadi, tvítugum Afgana, sem á yfir höfði sér brottvísun frá Íslandi. 28. apríl 2014 09:48
Hvorki borðað né drukkið í sjö daga Afganskur hælisleitandi, sem er nú á sjöunda degi hungurverkfalls, var í morgun fluttur meðvitundarlaus á sjúkrahús. Hvorki Innanríkisráðuneytið né Útlendingastofnun hafa brugðist við fréttum af hungurverkfallinu. 27. apríl 2014 19:15
Hælisleitandi í hungurverkfalli fluttur á sjúkrahús með hraði Afganskur hælisleitandi, Ghasem Mohammadi, hefur beðið í tvö ár hér á landi eftir úrskurði um dvalarleyfi. 27. apríl 2014 14:21
Segir mál Ghasems lýsandi fyrir stöðu hælisleitenda Um þrjú hundruð manns hafa skrifað undir áskorun þessa efnis að hælisumsókn Ghasem Mohammadi fái efnislega meðferð hér á landi. 28. apríl 2014 13:20
„Ég vil frekar deyja hér en fara aftur til Afganistans“ Tvítugur flóttamaður er nú á fimmta degi hungurverkfalls. Hann hefur beðið í tvö ár eftir úrskurði um dvalarleyfi hér á landi. 25. apríl 2014 19:28
Ghasem skilaði inn tæplega 900 undirskriftum Klukkan tíu í dag skilaði Ghasem Mohammadi, afganskur hælisleitandi, tæplega níuhundruð undirskriftum í móttöku innanríkisráðuneytisins, þar sem skrifstofustjóri tók við þeim. 29. apríl 2014 10:38
Fékk súpu eftir tíu daga mótmælasvelti Ghasem Mohamadi, tvítugur hælisleitandi frá Afganistan, byrjaði að borða í dag eftir að hafa fengið loforð um fund með innanríkisráðuneytinu. 30. apríl 2014 22:30