Innlent

Leki kom að fiskibáti við Rif

Leki kom að litlum fiskibáti, þegar hann var staddur skammt utan við Rif á Snæfellsnesi í gærkvöldi. Þar sem sjór hafði komist í vélarrúm bátsins þannig að hætt var við að það dræpist á vélinni,  kölluðu bátsverjar eftir aðstoð.

Nærstaddur fiskibátur kom brátt á vettvang og fylgdi bátnum, sem sigldi fyrir eigin vélarafli til hafnar. Þar var landað úr honum og tekið til við viðgerðir. Fjöldi strandveiðibáta er nú kominn á miðin, enda er víðast hvar gott sjóveður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×