Innlent

Halldór fylgdist með síðasta borgarstjórnarfundinum

Samúel Karl Ólason skrifar
Halldór Auðar Svansson, oddviti Pírata í Reykjavík.
Halldór Auðar Svansson, oddviti Pírata í Reykjavík. Vísir/Daníel

Halldór Auðar Svansson, oddviti Pírata í Reykjavík, mætti á síðasta fund núverandi borgarstjórnar í dag, sem áhorfandi. Hann var kjörinn borgarrfulltrúi í sveitarstjórnarkosningunum um helgina og tekur nú þátt í meirihlutaviðræðum með oddvitum Samfylkingarinnar, Besta flokksins og Vinstri grænna.

„Ég hef nú farið sem áhorfandi á borgarstjórnarfund áður, en það er orðið mjög langt síðan,“ segir Halldór. „Mér fannst mjög viðeigandi að mæta á þennan síðasta fund þessa kjörtímabils og taka þátt í þessari kveðjustund. Áður en ég tek svo við þann 16. júní næstkomandi.“

Halldór segir málefni Pírata vera honum ofarlega í huga fyrir komandi kjörtímabil. Málefni eins og gegnsæi upplýsinga, lýðræðisefling og stjórnsýsluumbætur.

„Svo hef ég persónulega mikinn áhuga á málefnum utangarðsfólks og geðfatlaðra, sem eru svolítið útundan í kerfinu. Þau eru þó einnig viss hluti af málefnum Pírata,“ segir Halldór.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.