Innlent

Eiríkur Björn að öllum líkindum endurráðinn

Eiríkur Björn Björgvinsson
Eiríkur Björn Björgvinsson
Akureyri Meirihlutaviðræður L-listans, Framsóknarflokks og Samfylkingar ganga vel samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Oddvitar flokkanna áttu fund í gær með Eiríki Birni Björgvinssyni.

Á fundinum kom fram vilji oddvita flokkanna til að halda áfram samstarfi við Eirík Björn. L-listinn réði hann til starfsins árið 2010 eftir að staðan var auglýst. Þar áður hafði hann verið bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs í átta ár.

Eiríkur Björn Björgvinsson sagði í samtali við fréttamann að honum hugnaðist ágætlega að starfa áfram sem bæjarstjóri. Hann vildi hins vegar sjá hver meginstefna nýs meirihluta yrði í stjórn bæjarins áður en hann tæki endanlega ákvörðun.

L-listinn og Framsóknarflokkurinn gáfu það út fyrir kosningar að kæmust þeir flokkar í meirihluta yrði það ein af kröfunum að endurráða Eirík Björn sem bæjarstjóra. Samfylkingin var ekki eins afdráttarlaus, taldi samstarfið við Eirík hafa verið gott en vildi að faglega yrði staðið að ráðningu bæjarstjóra eftir kosningar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×