Innlent

Ekið á unglingspilt á hjóli

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Ekið var á unglingspilt á hjóli laust eftir klukkan þrjú í dag. Slysið átti sér stað í Lönguhlíð í Reykjavík, framan við Sunnubúð.

Sjúkralið var kallað á vettvang sem flutti piltinn til aðhlynningar.

Sjónarvottur segir áverkana einhverja, en hversu miklir þeir eru er óljóst að svo stöddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×