Innlent

Borgarmerkið myndað með blómum

Bjarki Ármannsson skrifar
Blóm sem mynda merki borgarinnar hafa verið gróðursett á þessum stað að sumarlagi undanfarin ár.
Blóm sem mynda merki borgarinnar hafa verið gróðursett á þessum stað að sumarlagi undanfarin ár. Vísir/Vilhelm
Sumarverkin eru hafin hjá starfsmönnum Reykjavíkurborgar. Meðal annars er ungt fólk í sumarvinnu komið langt með að útbúa merki borgarinnar úr bláum og hvítum stjúpum í brekkunni við Sogamýri.

„Þetta er svolítil kúnst að mæla þetta rétt út,“ segir Gunnsteinn Olgeirsson, hjá skrifstofu reksturs og umhirðu Reykjavíkurborgar.„Við reynum að hafa alltaf rétt hlutföll í þessu.“

Hann segir að merkið verði í vinnslu megnið af vikunni en að líklegast náist að klára þetta á föstudaginn kemur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×