Innlent

Ískyggilega mikið af eiturefnum í blóði mæðra á Norðurlöndum

Gissur Sigurðsson skrifar

Niðurstöður nýrrar rannsóknar, sem neytendasamtökin í Noregi og Danmörku létu gera á mæðrum ungra barna, með stuðningi Norðurlandaráðs, sýndu að ískyggilega mikið af eiturefnum var í blóði þeirra.

Annicka Engblom í borgara- og neytendanefnd Norðurlandaráðs segir af þessu tilefni mikilvægt að bæta þekkingu og herða reglur til þes að losna við eiturefni úr daglegu lífi okkar. Hún vill að Norðurlöndin taki höndum saman við það verkefni, segir á vef Norðurlandaráðs.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.