Innlent

Fjallar um birtingamyndir klámvæðingar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Dr. Dana Edell.
Dr. Dana Edell.
Miðvikudaginn 4. júní verður efnt til málþings um valdeflandi starf með börnum og unglingum en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Málþingið verður í Laugalækjarskóla frá kl. 14.00- 16.15 og er samstarfsverkefni skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, Jafnréttisstofu og Embættis landlæknis.

Aðalfyrirlesari er Dr. Dana Edell, aktívisti og fræði- og listakona, og mun hún í erindi sínu fjalla um birtingamyndir klámvæðingar og áhrif hennar á ungt fólk. Þá fjallar hún um hvernig vinna má gegn skaðlegum áhrifum klámvæðingar og stuðla að heilbrigðri kynímynd unglinga. Dana er framkvæmdastjóri SPARK-hreyfingarinnar og hefur víðtæka reynslu af valdeflandi starfi með ungu fólki.

Þorsteinn V. Einarsson, verkefnisstjóri félagsmiðstöðvarinnar Dregyn, mun í sínu erindi fjalla um hvað gerðist þegar tugir unglingsdrengja í Grafarvogi brutust út úr norminu og naglalökkuðu sig. Geta staðalmyndir líka verið heftandi fyrir stráka?

Sigrún Daníelsdóttir, sálfræðingur og verkefnastjóri geðræktar hjá Embætti landlæknis, mun í sínu erindi fjalla um líkamsvirðingu.

Hún hefur um árabil staðið fyrir samfélagsbaráttu fyrir líkamsvirðingu hér á landi og gaf nýverið út bókina Kroppurinn er kraftaverk - Líkamsvirðing fyrir börn sem miðar að því að efla líkamsmynd og virðingu fyrir fjölbreytileika líkamsvaxtar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×