Innlent

Sigmundur og Bjarni þiggja boð um að opna Norðurá

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sigmundur og Bjarni verða í Norðurá á fimmtudagsmorgun.
Sigmundur og Bjarni verða í Norðurá á fimmtudagsmorgun.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, verða meðal þeirra sem opna Norðurá á fimmtudagsmorgun en þetta kemur fram á vefsíðunni Vötn og veiði.

Einar Sigfússon, sölustjóri Norðurár, segir í samtali við vefsíðuna það til fyrirmyndar að þeir skyldu þiggja boðið. Það væri liður í því að breyta til batnaðar ímyndarvanda sem laxveiði á Íslandi hefði átt í eftir hrun.

Einar segir ennfremur í samtali við Vatn og veiði að veiðileyfasalar hefðu þurft að kljást við ímyndarvanda eftir hrunið, greinin hefði verið komin með ímynd bruðls og óhófs og það væri miður því hér væri um eina merkustu auðlind sem Ísland hefði upp á að bjóða.

Einar vill stuðla að því að breyta þessari neikvæðu ímynd og liður í því væri að bjóða umræddum forystumönnum þjóðarinnar.

„Mér finnst það vera til fyrirmyndar að þeir Sigmundur og Bjarni skuli taka undir þessa skoðun og þiggja þetta boð, að það sé sómi að því að geta boðið og að þiggja. Það er í þágu allra sem að þessu koma að ímyndin færist á ný til betri vegar,“ segir Einar í samtali við Vötn og veiði.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.