Innlent

Sæbraut fær nýjan hjólastíg

Bjarki Ármannsson skrifar
Áætlað er að kostnaður við nýja hjólastíginn við Sæbraut muni nema 110 milljónum króna.
Áætlað er að kostnaður við nýja hjólastíginn við Sæbraut muni nema 110 milljónum króna. Vísir/Stefán
Um þessar mundir er unnið að gerð nýs hjólastígs meðfram Sæbraut í Reykjavík. Hjólastígurinn mun liggja milli Faxagötu og Kringlumýrarbrautar og munu gangandi vegfarendur fá eldri stíginn allan fyrir sig.

Að sögn Jóns Halldórs Jónassonar, upplýsingafulltrúa framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar, er um svokallaðan stofnstíg að ræða þar sem lögð er áhersla á að aðskilja gangandi umferð og hjólaumferð til að fækka slysum.

Áætlað er að kostnaður við nýja stíginn muni nema 110 milljónum króna. Um er að ræða samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar og Vegagerðarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×