Innlent

Reynt að kveikja í turninum við Smáralind

Gissur Sigurðsson skrifar

Eldur var kveiktur á þremur stöðum í klæðningu á neðstu hæð í nýju turnbyggingunni við Smáralind í Kópavogi um fimm leytið í morgun.

Öryggisverðir á vegum Öryggismiðstöðvarinnar urðu eldsins varir og voru búnir að slökkva eldinn þegar slökkvilið kom á vettvang, en þá hafði talsverður reykur borist inn í húsið og tók drjúga stund að reykræsta rýmið.

Af öllum ummerkjum er ljóst að brennuvargur, eða vargar voru þarna á ferð en þeir forðuðu sér af vettvangi og rannsakar lögregla nú málið. Óverulegt tjón hlaust af íkveikjunni vegna þess hversu öruyggisverðir brugðust skjótt við.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.