Munu leita allra löglegra leiða til að ná fram kröfum Samúel Karl Ólason skrifar 3. júní 2014 22:31 Vísir/GVA Félag náttúrufræðinga segir Landspítalann hafa frá því að samið var um nýtt launakerfi árið 1997 hunsað það gagnvart félagsmönnum Félags íslenskra náttúrufræðinga. Þar að auki hafi samninganefnd ríkisins ekki gert neitt til að tryggja að samningur sem hún beri ábyrgð á væri virtur af spítalanum. Í tilkynningu frá FÍN segir að launakerfið frá 1997 hafi verið frábrugðið því eldra að því leyti að röðunarkafli kjarasamnings yrði fluttur úr miðlægum kjarasamningi í svokallaða stofnanasamninga. „Þetta var gert í trausti þess að stofnanir myndu fylgja til lengri tíma svipaðri launaþróun. Margar stofnanir hafa reynst þessa trausts verðar, en aðrar ekki. Landspítalinn hefur frá upphafi hunsað þetta kerfi gagnvart félagsmönnum FÍN án þess að samninganefnd ríkisins hafi gert neitt til að tryggja að samningur sem hún ber ábyrgð á væri virtur af þessari stofnun,“ segir í tilkynningunni. Þá segir einnig að enn hafi verið aukið á misrétti gagnvart félagsmönnum FÍN sem starfa á Landspítala, þegar gengið var fram hjá þeim í svokölluðu jafnlaunaátaki fyrri ríkisstjórnar. „Þeir fengu því ekki 4,8% launahækkun frá 1. mars 2013 þrátt fyrir að vera kvennastétt á Landspítala.“ Ljóst sé að launaþróun náttúrufræðinga á Landspítala hafi verið mun lakari en annarra opinberra starfsmanna og við það verði ekki unað. Félagsmenn FÍN samþykktu í maí að boða til verkfalls sem átti að hefjast á morgun, en Félagsdómur hefur ógilt þá verkfallsboðun. „Það þýðir alls ekki að félagið kviki frá þeirri kröfu að gerður verði stofnanasamningur og laun félagsmanna á Landspítala leiðrétt. Félagið mun leita allra löglegra leiða til að ná fram kröfum sínum.“ Tilkynninguna frá félaginu má lesa í heild sinni fyrir neðan myndirnar:Árið 1997 var samið við ríkið um „nýtt launakerfi“ sem var frábrugðið því eldra að því leyti að röðunarkafli kjarasamnings yrði fluttur úr miðlægum kjarasamningi í svokallaða stofnanasamninga. Þetta var gert í trausti þess að stofnanir myndu fylgja til lengri tíma svipaðri launaþróun.Margar stofnanir hafa reynst þessa trausts verðar, en aðrar ekki. Landspítalinn hefur frá upphafi hunsað þetta kerfi gagnvart félagsmönnum FÍN án þess að samninganefnd ríkisins hafi gert neitt til að tryggja að samningur sem hún ber ábyrgð á væri virtur af þessari stofnun.Aðeins einu sinni árið 2001 hefur FÍN náð að gera stofnanasamning við Landspítala og var hann gerður eftir að félagið hafði neitað að undirrita miðlægan kjarasamning við ríkið nema að gengið væri frá stofnanasamningi á Landspítala.Enn var aukið á misrétti gagnvart félagsmönnum FÍN sem starfa á Landspítala þegar ákveðið var að ganga fram hjá þeim í svokölluðu jafnlaunaátaki fyrri ríkisstjórnar. Þeir fengu því ekki 4,8% launahækkun frá 1. mars 2013 þrátt fyrir að vera kvennastétt á Landspítala.Fyrri myndin sýnir hvernig meðallaun náttúrufræðinga á Landspítalanum hafa þróast í samanburði við meðallaun ríkisstarfsmanna í FÍN. Hún sýnir að frá því að stofnanasamningur var gerður árið 2001 hefur hlutur félagsmanna sem starfa á Landspítala rýrnað stöðugt.Síðari myndin sýnir hvernig laun hafa breyst, annarsvegar hjá félagsmönnum FÍN sem starfa á Landspítala og hinsvegar öðrum ríkisstarfsmönnum í FÍN miðað við launavísitölu opinberra starfsmanna.Af þessu er ljóst að launaþróun náttúrufræðinga á Landspítala hefur verið mun lakari en annarra opinberra starfsmanna. Við þetta verður ekki unað. Landspítali verður að taka hlutverk sitt alvarlega í gerð og framkvæmd stofnanasamninga og ganga strax til samninga við Félag íslenskra náttúrufræðinga.Samninganefnd ríkisins þarf að fylgja eftir framkvæmd þess kerfis sem samið var um árið 1997 eða semja um annað launamyndandi kerfi sem tryggir jafnræði. Náttúrufræðingar á Landspítala samþykktu nú í maí að fara í verkfall til að fylgja eftir kröfum um gerð stofnanasamnings.Nú hefur Félagsdómur ógilt þá verkfallsboðun. Það þýðir alls ekki að félagið kviki frá þeirri kröfu að gerður verði stofnanasamningur og laun félagsmanna á Landspítala leiðrétt.Félagið mun leita allra löglegra leiða til að ná fram kröfum sínum. Tengdar fréttir Verkfall náttúrufræðinga ólöglegt Verkfall náttúrufræðinga á Landspítalanum hefur verið úrskurðað ólöglegt af Félagsdómi og mun því ekki verða af því á morgun. 3. júní 2014 19:45 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Sjá meira
Félag náttúrufræðinga segir Landspítalann hafa frá því að samið var um nýtt launakerfi árið 1997 hunsað það gagnvart félagsmönnum Félags íslenskra náttúrufræðinga. Þar að auki hafi samninganefnd ríkisins ekki gert neitt til að tryggja að samningur sem hún beri ábyrgð á væri virtur af spítalanum. Í tilkynningu frá FÍN segir að launakerfið frá 1997 hafi verið frábrugðið því eldra að því leyti að röðunarkafli kjarasamnings yrði fluttur úr miðlægum kjarasamningi í svokallaða stofnanasamninga. „Þetta var gert í trausti þess að stofnanir myndu fylgja til lengri tíma svipaðri launaþróun. Margar stofnanir hafa reynst þessa trausts verðar, en aðrar ekki. Landspítalinn hefur frá upphafi hunsað þetta kerfi gagnvart félagsmönnum FÍN án þess að samninganefnd ríkisins hafi gert neitt til að tryggja að samningur sem hún ber ábyrgð á væri virtur af þessari stofnun,“ segir í tilkynningunni. Þá segir einnig að enn hafi verið aukið á misrétti gagnvart félagsmönnum FÍN sem starfa á Landspítala, þegar gengið var fram hjá þeim í svokölluðu jafnlaunaátaki fyrri ríkisstjórnar. „Þeir fengu því ekki 4,8% launahækkun frá 1. mars 2013 þrátt fyrir að vera kvennastétt á Landspítala.“ Ljóst sé að launaþróun náttúrufræðinga á Landspítala hafi verið mun lakari en annarra opinberra starfsmanna og við það verði ekki unað. Félagsmenn FÍN samþykktu í maí að boða til verkfalls sem átti að hefjast á morgun, en Félagsdómur hefur ógilt þá verkfallsboðun. „Það þýðir alls ekki að félagið kviki frá þeirri kröfu að gerður verði stofnanasamningur og laun félagsmanna á Landspítala leiðrétt. Félagið mun leita allra löglegra leiða til að ná fram kröfum sínum.“ Tilkynninguna frá félaginu má lesa í heild sinni fyrir neðan myndirnar:Árið 1997 var samið við ríkið um „nýtt launakerfi“ sem var frábrugðið því eldra að því leyti að röðunarkafli kjarasamnings yrði fluttur úr miðlægum kjarasamningi í svokallaða stofnanasamninga. Þetta var gert í trausti þess að stofnanir myndu fylgja til lengri tíma svipaðri launaþróun.Margar stofnanir hafa reynst þessa trausts verðar, en aðrar ekki. Landspítalinn hefur frá upphafi hunsað þetta kerfi gagnvart félagsmönnum FÍN án þess að samninganefnd ríkisins hafi gert neitt til að tryggja að samningur sem hún ber ábyrgð á væri virtur af þessari stofnun.Aðeins einu sinni árið 2001 hefur FÍN náð að gera stofnanasamning við Landspítala og var hann gerður eftir að félagið hafði neitað að undirrita miðlægan kjarasamning við ríkið nema að gengið væri frá stofnanasamningi á Landspítala.Enn var aukið á misrétti gagnvart félagsmönnum FÍN sem starfa á Landspítala þegar ákveðið var að ganga fram hjá þeim í svokölluðu jafnlaunaátaki fyrri ríkisstjórnar. Þeir fengu því ekki 4,8% launahækkun frá 1. mars 2013 þrátt fyrir að vera kvennastétt á Landspítala.Fyrri myndin sýnir hvernig meðallaun náttúrufræðinga á Landspítalanum hafa þróast í samanburði við meðallaun ríkisstarfsmanna í FÍN. Hún sýnir að frá því að stofnanasamningur var gerður árið 2001 hefur hlutur félagsmanna sem starfa á Landspítala rýrnað stöðugt.Síðari myndin sýnir hvernig laun hafa breyst, annarsvegar hjá félagsmönnum FÍN sem starfa á Landspítala og hinsvegar öðrum ríkisstarfsmönnum í FÍN miðað við launavísitölu opinberra starfsmanna.Af þessu er ljóst að launaþróun náttúrufræðinga á Landspítala hefur verið mun lakari en annarra opinberra starfsmanna. Við þetta verður ekki unað. Landspítali verður að taka hlutverk sitt alvarlega í gerð og framkvæmd stofnanasamninga og ganga strax til samninga við Félag íslenskra náttúrufræðinga.Samninganefnd ríkisins þarf að fylgja eftir framkvæmd þess kerfis sem samið var um árið 1997 eða semja um annað launamyndandi kerfi sem tryggir jafnræði. Náttúrufræðingar á Landspítala samþykktu nú í maí að fara í verkfall til að fylgja eftir kröfum um gerð stofnanasamnings.Nú hefur Félagsdómur ógilt þá verkfallsboðun. Það þýðir alls ekki að félagið kviki frá þeirri kröfu að gerður verði stofnanasamningur og laun félagsmanna á Landspítala leiðrétt.Félagið mun leita allra löglegra leiða til að ná fram kröfum sínum.
Tengdar fréttir Verkfall náttúrufræðinga ólöglegt Verkfall náttúrufræðinga á Landspítalanum hefur verið úrskurðað ólöglegt af Félagsdómi og mun því ekki verða af því á morgun. 3. júní 2014 19:45 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Sjá meira
Verkfall náttúrufræðinga ólöglegt Verkfall náttúrufræðinga á Landspítalanum hefur verið úrskurðað ólöglegt af Félagsdómi og mun því ekki verða af því á morgun. 3. júní 2014 19:45