Fleiri fréttir

Ræðismaður mun heimsækja Íslendinginn þegar leyfi fæst

„Ræðismaður okkar fer með þetta mál, hann mun heimsækja Íslendinginn þegar leyfi fæst,“ segir Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Utanríkisráðuneytisins, um Íslendinginn sem er haldið föngum í Tælandi vegna vörslu á fíkniefnum.

Fimm hermenn Nato féllu í Afganistan

Fimm Nato hermenn féllu í Afganistan í gær í suðurhluta landsins. Í tilkynningu frá talsmanni Nato í landinu sem barst í morgun er ekki greint nánar frá málavöxtum og ekki kemur fram hverrar þóðar mennirnir voru. Það sem af er ári hafa 36 Nato hermenn fallið í Afganistan, þar af átta í júnímánuði einum.

Segir ólöglegt að gefa trúfélögum lóðir

Brynjar Níelsson þingmaður sjálfstæðismanna og lögmaður segir að það sé beinlínis óheimilt að gefa lóðir, líkt og Reykjavíkurborg hefur gert þegar um trúfélög er að ræða.

Ók á kyrrstæðan bíl á Hellisheiði

Ökumaður var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild Landsspítalans, eftir að hann hafði ekið aftan á yfirgefinn bíl sem stóð úti í kanti á þjóðveginum um Hellisheiði undir morgun.

Akurnesingar vilja fá lögreglustjóra á Skagann

Akraneskaupstaðar mótmælir harðlega þeim hugmyndum sem liggja fyrir hjá innanríkisráðuneytinu um staðsetningu höfuðstöðva sýslumanns- og lögreglustjóraembætta á Vesturlandi. Hvorki er gert ráð fyrir að lögreglustjóri né sýslumaður verði staðsettur á Akranesi.

Fjallsárlón ehf. fékk Fjallsárlón

Þrjú fyrirtæki sóttu um leyfi til að nýta landsvæði í Fjallsárlóni. Bæjarráð Hornafjarðar ákvað að veita fyrirtækinu Fjallsárlón ehf. leyfið.

Humar í landvinningum stækkar heimkynni sín

Hafrannsóknastofnun segir áhyggjuefni hversu lítið fékkst af smáum humri í nýafstöðnum árlegum humarleiðangri. æU Útbreiðslusvæði humarsins er hins vegar að stækka.

Segir snúið út úr orðum sínum

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknarmanna í Reykjavík, segir fjölmiðla bera að hluta til ábyrgð á því að umræðan fór úr böndunum.

Segir Íslendinga einstaka

Rússneskur ljósmyndari, sem vinnur nú að því að mynda einn þúsundasta af íbúafjölda Íslands, segir íslensku þjóðina einstaka. Í sumar mun hún ferðast um landið og taka myndir af fólku úr öllum áttum samfélagsins.

Eldur í ísbirni á Laugavegi

Slökkvilliðið sendi allt tiltækt lið á vettvang enda hafði eldurinn náð að læsa sig í klæðningu hússins.

Nýta sumarfríið til góðverka

Hafnfirðingarnir og tónlistarmennirnir Tómas Jónsson og Jökull Brynjarsson, ásamt Ásu Berglindi Hjálmarsdóttur úr Þorlákshöfn nýta sumarfríið sitt til góðverka því þau eru þessa dagana að heimsækja öll hjúkrunar- og dvalarheimili landsins til að syngja og spila fyrir heimilismenn.

Sá rottu bíta barn

„Þetta var ekki skemmtileg sjón,“ segir Stefán Pálsson, sagnfræðingur og íbúi í Eskihlíðinni, sem sá rottu bíta barn í Hlíðarhverfinu í dag.

Eftirspurn eftir Bjartri framtíð

"Það er greinileg eftirspurn eftir Bjarti framtíð,“ segir stjórnarformaður flokksins. Allt bendir til þess að flokkurinn verði í meirihluta í þremur stærstu bæjarfélögum landsins.

Lítur málið alvarlegum augum

Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari segist líta það alvarlegum augum að mistök hafi verið gerð þegar upptökum af símtölum milli verjenda og sakborninga var ekki fargað í málum hjá embættinu.

Samtök leigjenda vilja koma að vinnu frumvarps

Jóhann Már Sigurbjörnsson, stjórnarformaður Samtaka leigjenda á Íslandi, segir samtökin ósátt með að vinna sé hafin að nýju frumvarpi um leigumarkað án þess að fulltrúar samtakanna séu hafðir með í ráðum.

Saksóknari vissi ekki af ættartengslum dómara í Aurum-máli

Sverrir Ólafsson, sem var sérfróður meðdómsmaður í Aurum-málinu, er bróðir Ólafs Ólafssonar kaupsýslumanns sem kenndur er við Samskip. Ólafur var ákærður af sérstökum saksóknara og síðar dæmdur í Al-Thani málinu. Sérstakur saksóknari hafði ekki upplýsingar um ætterni Sverris og segir að hann hefði hreyft mótmælum hefði það legið fyrir.

Sjá næstu 50 fréttir