Innlent

Fisvél brotlenti á Snæfellsnesi

Bjarki Ármannsson skrifar
Af Snæfellsnesi. Þyrla Landhelgisgæslunnar þurfti að gera sér þrjár ferðir í dag.
Af Snæfellsnesi. Þyrla Landhelgisgæslunnar þurfti að gera sér þrjár ferðir í dag. Vísir/Pjetur
Fisvél brotlenti á Löngufjörum á Snæfellsnesi um níuleytið í kvöld. Flugmaðurinn slasaðist og var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi.

Ekki er vitað um tildrög slyssins en maðurinn, sem er um sextugt, er ekki talinn í lífshættu. Mbl.is greindi fyrst frá.

Þyrla Landhelgisgæslunnar þurfti að gera sér þrjár ferðir í dag, en eins og þegar hefur verið greint frá þurfti hún að sækja fjallgöngumann á Hvannadalshnjúk og vélsleðamann á Snæfellsjökul.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×