Innlent

Óskað eftir endurtalningu á Akranesi

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/GVA
Vinstri hreyfingin grænt framboð á Akranesi hefur afhent formanni kjörstjórnar beiðni um endurtalningu atkvæða. Þetta kemur fram á vef Skessuhorns. Þegar talningu var lokið aðfararnótt 1. júní, var Rakel Óskarsdóttir, sem sat í fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins, 267,2 atkvæði á bakvið sig.

Þröstur Þór Ólafsson, sem sat í fyrsta sæti á lista VG, var með 261 atkvæði á bakvið sig og komst ekki í bæjarstjórn. Á vef Skessuhorns segir að ákvörðunin um að fara fram á endurtalningu hafi verið tekin eftir að skekkja kom í ljós við endurtalningu atkvæða í Hafnarfirði.

Einar Ólafsson, formaður kjörstjórnar á Akranesi, sagði í samtali við Skessuhorn að beiðnin hefði verið afhent síðastliðinn laugardag. Hún verði opnuð þegar kjörstjórn verður kölluð saman eftir Hvítasunnuhelgina.

Þá þurfi hann einnig að sjá í lögum hvort Sýslumaður þurfi að óska eftir endurtalningu, eða hvort kjörstjórn kveði um það sjálf. Hann líti svo á að sjálfsagt sé að láta fara fram endurtalningu sé það skylda kjörstjórnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×