Innlent

Pylsuvagninn á Selfossi fagnar 30 ára afmæli

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Símon Tómasson, tengdasonur Ingunnar verður á grilllinu í dag.
Símon Tómasson, tengdasonur Ingunnar verður á grilllinu í dag. VISIR/MAGNÚS
Pylsuvagninn á Selfossi heldur upp á 30 ára afmælið sitt í dag og býður öllum af því tilefni fríar pylsur og kók frá klukkan 15:00 til 17:00.

Þá verður hoppukastali fyrir börn og mikið fjör í gangi.

Ingunn Guðmundsdóttir er eigandi vagnsins og hjá henni starfa 30 stelpur. Á þessum 30 árum hafa um 200 manns unnið í vagninum. 



Ingunn að afgreiða í gegnum eina lúguna en hún stendur vaktina í vagninum alla daga.VISIR/MAGNÚS
Ingunn og hennar starfsfólk leggur áherslu á snögga og góða þjónustu, afgreidd er í gegnum tvær bílalúgur og ef mikið er að gera þá skokka stelpurnar út á bílaplan til að taka við pöntunum.

Það er einnig hægt að fá afgreiðslu í gegnum lúgu inn í vagninum. Pylsuvagninn er við Tryggvatorg á Selfossi við brúarendann og fer ekki fram hjá þeim sem keyra yfir Ölfusárbrú.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×