Nemendur höfðu betur í baráttu við ráðuneytið Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 10. júní 2014 00:01 Samkvæmt áliti úrskurðarnefndar upplýsingamála á menntamálaráðuneytið að láta af hendi upplýsingar um útgefin leyfisbréf til kennara. Fréttablaðið/Valli Samkvæmt niðurstöðu úrskurðarnefndar upplýsingamála verður menntamálaráðuneytið að gefa upplýsingar um útgefin leyfisbréf til kennara frá og með 1. janúar 2012 til 21. febrúar 2014. Ráðuneytið hafði fyrr á árinu hafnað því að veita þessar upplýsingar. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu telja um 100 kennarar sem luku þriggja ára kennaranámi á tímabilinu 2009 til 2012 að menntamálaráðuneytið hafi brotið gróflega á þeim við útgáfu starfsleyfa til kennara. Á sama tíma og þeim var synjað um starfsleyfi fékk hópur skólafélaga þeirra með sömu menntun og próf starfsleyfi útgefið af menntamálaráðuneytinu. Hópurinn krafðist þess að ráðuneytið veitti aðgang að upplýsingum um öll leyfisbréf kennara sem ráðuneytið hafði gefið út á grundvelli laga um menntun og ráðningu kennara frá 2008 en eins og áður sagði hafnaði ráðuneytið því. Í svari frá ráðuneytinu til úrskurðarnefndarinnar kemur fram að umbeðnar upplýsingar sem óskað sé eftir liggi ekki fyrir á aðgengilegan hátt í gagnagrunnum – það verði að finna þær í skjalasafni ráðuneytisins. Í áliti úrskurðarnefndar um upplýsingamál segir að kærendur hafi lagt inn kvörtun til umboðsmanns Alþingis vegna málsins. Í álitinu segir enn fremur að verði fallist á það með ráðuneytinu að heimilt sé að sé synja um aðgang að upplýsingum um útgefin leyfisbréf sé kærendum ekki gert mögulegt að staðreyna grun sinn um mismunun við útgáfu starfsleyfa. Menntamálaráðuneytið taldi að það útheimti of mikla vinnu að láta umbeðnar upplýsingar af hendi en nefndin telur að það hafi ekki verið heimilt að synja beiðni hópsins á þeim grundvelli. Þá leggur úrskurðarnefndin fyrir ráðuneytið að taka málið til nýrrar meðferðar og taka efnislega afstöðu til þess hvort heimilt sé eða skylt á grundvelli annarra ákvæða upplýsingalaga að afhenda hópnum hin umbeðnu gögn. Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira
Samkvæmt niðurstöðu úrskurðarnefndar upplýsingamála verður menntamálaráðuneytið að gefa upplýsingar um útgefin leyfisbréf til kennara frá og með 1. janúar 2012 til 21. febrúar 2014. Ráðuneytið hafði fyrr á árinu hafnað því að veita þessar upplýsingar. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu telja um 100 kennarar sem luku þriggja ára kennaranámi á tímabilinu 2009 til 2012 að menntamálaráðuneytið hafi brotið gróflega á þeim við útgáfu starfsleyfa til kennara. Á sama tíma og þeim var synjað um starfsleyfi fékk hópur skólafélaga þeirra með sömu menntun og próf starfsleyfi útgefið af menntamálaráðuneytinu. Hópurinn krafðist þess að ráðuneytið veitti aðgang að upplýsingum um öll leyfisbréf kennara sem ráðuneytið hafði gefið út á grundvelli laga um menntun og ráðningu kennara frá 2008 en eins og áður sagði hafnaði ráðuneytið því. Í svari frá ráðuneytinu til úrskurðarnefndarinnar kemur fram að umbeðnar upplýsingar sem óskað sé eftir liggi ekki fyrir á aðgengilegan hátt í gagnagrunnum – það verði að finna þær í skjalasafni ráðuneytisins. Í áliti úrskurðarnefndar um upplýsingamál segir að kærendur hafi lagt inn kvörtun til umboðsmanns Alþingis vegna málsins. Í álitinu segir enn fremur að verði fallist á það með ráðuneytinu að heimilt sé að sé synja um aðgang að upplýsingum um útgefin leyfisbréf sé kærendum ekki gert mögulegt að staðreyna grun sinn um mismunun við útgáfu starfsleyfa. Menntamálaráðuneytið taldi að það útheimti of mikla vinnu að láta umbeðnar upplýsingar af hendi en nefndin telur að það hafi ekki verið heimilt að synja beiðni hópsins á þeim grundvelli. Þá leggur úrskurðarnefndin fyrir ráðuneytið að taka málið til nýrrar meðferðar og taka efnislega afstöðu til þess hvort heimilt sé eða skylt á grundvelli annarra ákvæða upplýsingalaga að afhenda hópnum hin umbeðnu gögn.
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira