Innlent

Handteknir á veitingahúsi með stolið greiðslukort

Bjarki Ármannsson skrifar
Mikill erill var hjá Lögreglu í miðbæ Reykjavíkur í nótt.
Mikill erill var hjá Lögreglu í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Vísir/Anton
Tveir menn voru handteknir á veitingahúsi í miðborg Reykjavíkur í nótt eftir að annar þeirra hafði notað stolið greiðslukort. Tilkynnt hafði verið um þjófnaðinn fyrr um kvöldið, en seðlaveski með peningum og fyrrnefndu greiðslukorti var stolið úr bifreið. Að sögn lögreglu voru mennirnir ölvaðir og voru þeir vistaðir í fangageymslu fyrir rannsókn máls.

Erill var hjá lögreglunni í miðborginni um nóttina, meðal annars var maður handtekinn fyrir húsbrot stuttu fyrir klukkan þrjú. Hann hafði farið inn á lóð sendiráðs í miðborginni. Samkvæmt skýrslu var maðurinn í annarlegu ástandi og vistaður í fangageymslu á meðan ástand hans lagast.


Þá var einnig tilkynnt um slys í Hljómskálagarðinum rétt eftir klukkan fjögur í nótt en maður slasaðist við að leika sér í leikgrind sem þar er. Talið er að hann sé fótbrotinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×