Innlent

Sláandi niðurstöður rannsóknar um áhrif símanotkunar undir stýri

visir/afp
Robert Goodwill, ráðherra samgöngumála í Bretlandi, mun fara þess á leit að viðurlög við farsímanotkun verði hert þar í landi, eftir að sláandi niðurstöður rannsóknar um áhrif símanotkunar undir stýri voru birtar.

Þetta kemur fram í The Sunday Times, en umrædd rannsókn sýndi að farsímanotkun ökumanna dragi úr viðbragðshraða þeirra í meira mæli en væru þeir undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.

Samkvæmt könnuninni dróst viðbragðstími ökumanna saman um 46% á meðan þeir töluðu í símann undir stýri, um 37% meðan ökumenn sendu smáskilaboð meðan á akstri stóð og viðbragðstíminn rýrnaði um 27% þegar ökumenn notuðu handfrjálsan búnað við akstur.

Til samanburðar má nefna að viðbragðstími ökumanna með 80 milligrömm af áfengi í hverjum 100 millilítrum af blóði minnkaði um 13% og 21% hjá þeim sem voru undir áhrifum kannabisefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×