Innlent

Fjallsárlón ehf. fékk Fjallsárlón

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Sigling á jökullónum hefur mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn.
Sigling á jökullónum hefur mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Fréttablaðið/Valli
Þrjú fyrirtæki sóttu um leyfi til að nýta landsvæði í Fjallsárlóni. Bæjarráð Hornafjarðar ákvað að veita fyrirtækinu Fjallsárlón ehf. leyfið.

Fram kemur í fundargerð bæjarráðs að fyrirtækin Hvítárvatn ehf. og Ice lagoon ehf. hafi einnig sótt um og bæjarráð hafi talið allar umsóknirnar uppfylla skilyrði sem sett voru. „Umsókn Fjallsárlóns ehf. lýsir vel og ítarlega áformum og hugmyndum fyrirtækisins um metnaðarfulla starfsemi,“ segir í ákvörðun bæjarráðs.

Leyfið gildir frá 2. júní og út október á þessu ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×